Sími  4415600 / 8402672

Samsöngur í Ljósagöngu

Samsöngur í Ljósagöngu

 

Skín í rauðar skotthúfur (Friðrik Guðni Þórleifsson/Franskt þjóðlag)

Skín í rauðar skotthúfur 
skuggalangan daginn, 
jólasveinar sækja að 
sjást um allan bæinn. 
Ljúf í geði leika sér 
lítil börn í desember, 
inn í frið' og ró, út´í frost og snjó 
því að brátt koma björtu jólin, 
bráðum koma jólin. 

Uppi á lofti, inni í skáp 
eru jólapakkar, 
titra öll af tilhlökkun 
tindilfættir krakkar. 
Komi jólakötturinn 
kemst hann ekki´ í bæinn inn, 
inn' í frið og ró, út´ í frost og snjó, 
því að brátt koma björtu jólin, 
bráðum koma jólin. 

Stjörnur tindra stillt og rótt, 
stafa geislum björtum. 
Norðurljósin loga skær 
leika á himni svörtum. 
Jólahátíð höldum vér 
hýr og glöð í desember 
þó að feyki snjó þá í friði og ró 
við höldum heilög jólin 
heilög blessuð jólin.

Jólasveinar ganga um gólf  (Friðrik Bjarnason/þjóðvísa)  

Jólasveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi.
:/: Upp á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna:/

 

Adam átti syni sjö   

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og snéri sér í hring