Sími  4415600 / 8402672

Fréttir

Afmælisgjöf frá foreldrafélagi skólans - 13.10.2017

Í dag barst okkur afmælisgjöf frá foreldrafélaginu okkar.

Fengum æðislega skemmtilega kubba fyrir börnin og svo fáum við fána með logóinu okkar á.

Takk kærlega fyrir okkur, þetta mun nýtast vel í starfinu með börnunum ykkar.

Tilraun - 12.10.2017

Baugur 10 ára - 3.10.2017


Hann á afmæi í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Baugur....


Í dag fögnum við 10 ára afmæli Baugs af því tilefni erum við með opið hús frá kl. 16.00 - 17.30.


Á opna húsinu ætlum við að kynna námsefni og efnivið leikskólans í stöðvum sem staðsettar verða um allann leikskólann og litla Baug. Hvetjum við því gesti að ganga um skólann og taka þátt í stöðvavinnunni.


Kaffihúsastemmning verður í matsal skólans þar sem boðið verður upp á köku, djús, vatn og mjólk.


Í matsal skólans verður einnig til sýnis nýja námskrá skólans en af tilefni afmælisins endurgerðum við hana.


Þið getið skoðað námskránna hér.

Haustið að koma - 15.9.2017