Sími  4415600 / 8666926

Fréttir

Kynningarfundur fyrir nýja foreldra - 5.6.2018

Kynningarfundur verður á miðvikudaginn 13. júní kl. 16:30 í matsal leikskólans.

 

Dagskrá:

  • Kynning á starfi leikskólans

  • Undirritun pappíra

  • Fyrirkomulag og dagsetningar aðlögunar

Hlökkum til að sjá ykkur vonandi öll.

Heilsuvika - 5.6.2018

Í næstu viku er heilsuvika þá leggjum við meiri áherslu á heilbrigði og vellíðan.

 

Á mánudeginum 11. júní ætla tveir kennarar hjá okkur að vera með jógastund fyrir börnin úti í garði fyrir hádegi.

 

Á þriðjudeginum 12. júní ætlar yngri gangur (Lundur, Brekka og Klettur) að vera með hjóladag, þá mega börnin koma með hjól, hlaupahjól eða sparkbíla.

 

Á miðvikudeginum 13. júní ætlar miðgangur (Tjörn, Foss og Mýri) að vera með hjóladag, þá mega börnin koma með hjól, hlaupahjól eða sparkbíla.

 

Á fimmtudeginum 14. júní ætlar Litli Baugur (Hlíð og Rjóður) að vera með hjóladag. Hlíð og Rjóður ætla að fara hjólaferð í Hörðuvallaskóla og leikum okkur á hjólunum þar.

 

Ég vil minna á að hafa hjólin í lagi, passa að þau séu á hjólum sem þau ráða sjálf alveg við og muna eftir hjálminum (merktum).

 

Á föstudeginum 15. júní er ávaxtahlaðborð þar sem börnin mega koma með ávöxt eða grænmeti að heiman, muna bara að vera búin að skera það sem þau koma með þannig að það sé tilbúið á hlaðborðið.

Magga leikskólastjóri kveður - 31.5.2018

Í dag er síðasti dagurinn hennar Möggu leikskólastjóra.

Við þökkum henni fyrir samstarfið og allt góða starfið hennar hér í Baugi, stolt getur hún skilað þessum leikskóla frá sér.

Gangi þér sem allra best í ókominni framtíð á nýjum vettvangi.


Lesa meira

Nýr leikskólastjóri byrjar 1. júní 2018 - 22.5.2018
Margréti Björk Jóhannesdóttur hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra Baugs. Hún var metin hæfust umsækjenda á grundvelli menntunar og reynslu af stjórnun og rekstri.

Margrét lauk BEd. námi í leikskólakennarafræðum árið 2006 og árið 2011 lauk hún 60 eininga Diplóma námi í Stjórnun menntastofnana frá Menntavísindasviði HÍ. Auk þess hefur hún stundað framhaldsnám í mannauðsstjórnun við HÍ og lýkur í vor MLM gráðu sem er 90 eininga viðbótarnám á meistarastigi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Bifröst.

Margrét hefur starfað við stjórnun í leikskólum frá því hún lauk BEd gráðu á árinu 2006; sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Hún tók þátt í að stýra sameiningu þriggja leikskóla í miðborg Reykjavíkur á árunum 2011-2014. Hún hefur því tekist á við ýmis krefjandi verkefni í stjórnun breytinga, starfsmannamálum og endurskoðun starfshátta, stefnu og skipulags leikskólastarfs.

Margrét hefur skýra faglega sýn á starf með börnum í leikskóla og hefur átt farsælt  samstarf og samskipti við foreldra barna í þeim leikskólum sem hún hefur starfað.


Við óskum Margréti innilega til hamingju með starfið og bjóðum hana velkomna til starfa í leikskólanum Baugi.