Sími  4415600 / 8666926

Hlíð

Fréttir

Maí 2016

Við á Hlíð erum á fullu að klára verkefni vetrarins þessa dagana.

Í vetur höfum við verið að vinna með Lubbi finnur málbein eins og ég hef sagt ykkur frá. Í gær tókum við svo þátt í verkefni sem Lubbasmiðjan stendur fyrir. Þar vorum við beðin um að hjálpa Lubba að finna málbeinin sín. Við máttum útfæra þetta eins og við vildum og ákváðum við að búa til ratleik úti í bláa garði.

Börnin leystu gátur og fundu níu málbein sem stafaði Kópavogur. Þegar þau höfðu fundið öll málbeinin þá sungum við lagið sem tengist stafnum K. Við munum síðan útbúa stutt myndband frá ratleiknum og sendum á Krakkarúv og munum við ef til vill koma þar fyrir næsta vetur. Ég læt ykkur að sjálfsögðu vita þegar við vitum meira um það.

Annars eru nokkrar breytingar hjá okkur eins og vill oft gerast svona á sumrin. Nóel mun kveðja okkur á morgun og flytjast yfir á annan leikskóla. Svo eru einnig starfsmannabreytingar en hún Þóra Birna, sem var hjá okkur mikið eftir áramót, er farin á Lund en í staðinn hafa Arnór og Palli verið mikið hjá okkur og munu þeir halda því eitthvað áfram í sumar.

Svo er komin starfsmaður frá Vinnuskólanum til okkar sem heitir Nökkvi og verður hann hjá okkur fram að sumarlokun.

Að lokum vil ég minna ykkur á að bangsarnir sem börnin koma með verða að passa í skúffuna þeirra þannig að það sé hægt að loka henni. Þau hafa stundum verið með fleiri en einn bangsa eða of stóran bangsa og þá er oft ekki hægt að loka skúffunni.

Svo er einnig mikilvægt að börnin komi með útiföt sem henta bæði þegar það er glampandi sól (þunnar úlpur/jakkar og buff) og einnig þegar það er kalt og rigning (flísföt og hlýjar húfur). Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og því nauðsynlegt að þau séu tilbúin í allt.


Bestu kveðjur,

Kristín Arna  


Apríl 2016

Lífið á Hlíð gengur alveg glimrandi vel þessa dagana. Sólin er farin að heiðra okkur með nærveru sinni og erum við því mikið að njóta þess að vera úti í góða veðrinu.

Við erum að halda áfram með Heimilið mitt verkefnið okkar og munum við halda áfram að heimsækja heimili barnanna. Síðan fá börnin tækifæri til að búa til húsið sitt úr þeim efnivið sem þau vilja. Það getur verið allt frá mjólkurfernur, kubbar, spýtur, pappakassar eða sykurmolar.

Einnig er orðið mikilvægt að börnin séu með sólarvörn því sólin getur verið mjög sterk þegar hún skín beint á okkur. Það hefur verið þannig að foreldrar eiga að setja sólarvörn á börnin áður en þau koma í leikskólann á morgnanna og við setjum síðan á þau eftir hádegismatinn. Ef börnin ykkar þola ekki þessa venjulegu sólarvörn þá verðið þið að koma með sem við getum sett á þau.  

Bestu kveðjur,

Kristín Arna


30. september 2015

Komið þið sæl.

Vikan hefur heldur betur verið viðburðarrík hjá okkur.

Á þriðjudeginum var bangsadagur og komu börn og kennarar með bangsa með sér og í náttfötum. Þau skemmtu sér konunglega við að leika við bangsana sína, sýna hinum börnunum og svo enduðum við daginn á að horfa á Paddington í kósýheitum.

Á miðvikudeginum fórum við í vettvangsferð þar sem við heimsóttum meðal annars heimilin hjá Tinnu Karen, Kristjáni Hilmi og Einari Gunnari. Börnin njóta þess að sýna hvort öðru heimilið sitt og í leiðinni erum við að rýna betur í okkar nærumhverfi, eins og kennileiti og umferðarskilti.

Í dag er síðan Hrekkjavaka þar sem börnin máttu koma í búning. Seinustu tvær vikur höfum við verið að búa til alls konar skraut tengt hrekkjavökunni eins og leðurblökur, drauga og kóngulær.

Við reynum að vera dugleg að setja myndir inn á myndasíðuna okkar.

Eigið góða helgi

Bestu kveðjur,

Kristín Arna Sigurðardóttir


16. september 2015

Komið þið sæl.

Það hefur mikið verið um að vera hjá okkur seinustu daga.


Eins og þið væntanlega vitið þá fórum við starfsfólkið til Brighton í þar seinustu viku. Þar fórum við á námskeið í Numicon stærðfræði kubbum. Þetta eru kubbar sem miða að því að kenna börnum stærðfræði og erum við að skipuleggja að koma því inn í okkar starf.

Ég rakst á þessa heimasíðu þar sem er aðeins fjallað um þetta kennsluform: http://betranam.is/blog/staerdfraedi-er-hluti-af-daglegu-lifi/

Þið megið endilega senda mér ef þið hafið áhuga á að vita meira um þetta.

 

Við fórum einnig í svokallaða útikennslu í Brighton og munum við reyna að nýta okkur það í útiverunni hjá okkur og einnig í vettvangsferðunum.

 

Þau verkefni sem við erum að vinna með þessa dagana er meðal annars Heimilið mitt. Þá förum við í vettvangsferðir og skoðum heimili allra barnanna. Þau sýna okkur hurðina sína og svo er tekin mynd af þeim fyrir framan heimilið sitt. Við munum síðan vinna áfram með þetta og koma þannig inn í þetta að lesa af vegakortum, föndra heimilið sitt á einhvern hátt (fer eftir áhuga þeirra hvort það sé að teikna það upp, mála, búa til úr efnivið eða annað) og tengja saman heimili og skóla. Við höfum nú þegar heimsótt heimilin hjá : Margréti Mirru, Margréti Líf, Margréti Rós, Viðari Óla, Viktori Elí, Örlygi Loga, Kristjáni Hilmi og Nóel.

 

Að auki erum við að skoða Halloween og drauga. Börnin hafa sýnt því mikinn áhuga að vinna með drauga og höfum við meðal annars farið í draugaleiðangur út fyrir leikskólann þar sem við fundum draugatennur (steinar), draugaslóð (málning) og draugaælu (blautur pappír).

Munum við halda áfram með þetta verkefni þangað til Halloween er búið en þann daginn mega börnin koma í búning og munum við vera búin að skreyta deildina og höldum partý.

 

Endilega látið mig vita ef það er eitthvað og ég vil ítreka að þið getið alltaf beðið um að koma og hitta mig ef það er eitthvað.

 

Bestu kveðjur,

Kristín Arna


8. september 2015

Komið þið sæl og blessuð.

Það hafa aldeilis orðið miklar breytingar á Hlíð undanfarnar vikur. Það fóru þrjár stelpur yfir á Foss og fimm strákar á Tjörn.

Það komu tveir nýir strákar til okkar og heita þeir Einar Gunnar og Nóel. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna á Baug. Síðan komu Erik, Kristján Hilmir, Margrét Rós, Óliver Atlas, Sigfús Arnar, Tinna Karen og Þórdís Arna til okkar af Brekku og bjóðum við þau að sjálfsögðu líka velkomin á Hlíð.

Það urðu einnig starfsmannabreytingar hjá okkur en það er komin nýr deildarstjóri. Hún heitir Kristín Arna og mun hún hafa vinnutímann frá 8:00 – 16:00 í vetur. Margrét Hlín fór þó ekki langt heldur ætlar að vera áfram á deildinni okkar en mun hún sjá um stuðningskennslu. Þau Torfi, Sóley og Maríanna eru síðan leiðbeinendurnir okkar.

Deildin er á fullu að undirbúa komandi vetur. Munum við reyna að fara í vettvangsferðir á miðvikudögum en það verður mismunandi hvort að öll börnin fari saman, hóparnir eða jafnvel ennþá minni hópar, allt eftir hvað er verið að vinna að þá vikuna.

 Það fara öll börnin í Turninn á þriðjudögum. Vert er að huga að því að fyrsti hópur byrjar í Turninum klukkan 8:30 og í þeim hóp eru Adam, Erik, Kjartan, Margrét Mirra, Sigfús og Örlygur. Gott gæti verið að þau væru komin fyrir þann tíma en það er þó ekki hundrað í hættunni þó þau séu ekki mætt, þau fara þá bara með næsta hóp.

Það er búið að skipta börnunum í tvo hópa. Það var haldin lýðræðisleg kosning í sambandi við hvað hóparnir ættu að heita og varð þetta niðurstaðan:

Hundahópur: Adam – Einar Gunnar – Kjartan Páll – Margrét Líf – Margrét Mirra – Viðar Óli – Viktor Elí – Örlygur Logi

Íþróttahópur: Alexandra – Erik – Margrét Rós – Nóel – Óliver Atla – Sigfús Arnar – Tinna Karen – Þórdís Arna 

Í september munum við vinna mikið með haustið og verða farnar vettvangsferðir í tengslum við það.

kveðja kennara á Hlíð


1. júní 2015

Sæl,
Við erum komin með nýjan starfsmann til okkar á Hlíð en hún heitir Sóley.

Í sumar reynum við að nota sólina og góða veðrið og vera úti. Því viljum við minna ykkur foreldrana á að bera sólavörn á börnin á morgnanna og við berum á börnin eftir hádegi.

Við fórum í vettvangsferð til Þóru Sifjar á föstudaginn. Það var mjög skemmtileg ferð. Við fórum í strætó niður í Salalaug og gengum þaðan í Þorrasali. Á leiðinni fórum við í undirgöng og þurftum við að læðast því þar bjó tröll sem við vildum ekki vekja og svo gengum við yfir brennandi steina og  tipluðum við á tánum til að brenna okkur ekki. Að lokum komumst við til Þóru Sifjar og lékum okkur á pallinum hjá henni. M.a. á trampólíni og gæddum okkur á ávöxtum og mjólkurkexi. Einnig fengum við að kíkja inn í herbergi barnanna hennar Þóru Sifjar. Á bakaleiðinni sáum við sjóræningjafugl og sjóræningjaskip og  fórum  í leiki á meðan við biðum eftir strætó og komum heim tímalega í hádegismat.

Í dag, miðvikudag, kom Götuleikhúsið og var með leiksýningu fyrir börnin. Börn og kennarar skemmtu sér konunglega.

Margrét Hlín er að fara í frí frá fimmtudag til þriðjudags.
Leikskólinn lokar svo föstudaginn 10.júlí klukkan 13:00.
En hafið það annars sem allra best í sumarfríinu!!!


3.júní 2015

Sæl,
Það eru smá breytingar hjá okkur á Hlíð. Ásdís Steingrímsdóttir er farin yfir á Mýri, Ásdís Dagmar er komin í veikindaorlof en Maríanna verður þá 100% hjá okkur. Einnig byrjaði nýtt barn hjá okkur á mánudaginn. Hún heitir Alexandra Erla og bjóðum við hana velkomna til okkar á Hlíð.

Við erum komin með gömlu Turnatímana okkar (íþróttasalurinn) á þriðjudögum frá 8:30-10:30 þar sem börnunum er skipt í 3 hópa. (Hægt er að sjá töflu inn á Hlíð).

Í næstu viku er Heilsuvika en þá leggjum við meiri áherslu á hreyfingu, velllíðan og hollt mataræði. T.d. verður boðið upp á hreyfistöðvar í stöðvavinnu (t.d.nuddstöð og yogastöð) og lagt meiri áhersla á hreyfilög- og leiki í samverustundum.
Miðvikudagur 10.júní: Hjóladagur þar sem börnin mega koma með hjól (passa að merkja og vera með hjálm).
Föstudagur 19.júní: Ávaxta-og grænmetishlaðborð. Börnin koma með niðurskorna ávexti/grænmeti (1/2-1 á mann) og við höfum hlaðborð.

Sumarhátíð Baugs er 16.júní klukkan 14:00. Börnin eru sótt inn á Hlíð og foreldrar fara með þau út á skemmtunina. Gott er að vita ef þið komist ekki/eða komið seint á hátíðina því þá getum við farið með börnin út tímanlega fyrir skemmtatriðin.

Praktísk atriði: Friðtími er á leikskólanum milli 11:00 – 13:00 og ekki er ætlast til að börn séu að koma á þeim tíma nema ef eitthvað sérstakt er eins og læknaheimsóknir o.þ.h. og er þá gott að láta kennara vita.
Gott er að þið tilkynnið ef börnin eru fjarverandi/veik.
Mikilvægt er að þið látið okkur vita þegar börnin koma og fara svo við getum merkt við þau þar sem það er áríðandi öryggisatriði.

Að lokum viljum við minna á að gott er að passa að hafa viðeigandi klæðnað fyrir börnin, fara yfir aukafatakassann reglulega og bera sólavörn á börnin á morgnanna.

Kveðja
Margrét Hlín, Dagný Ósk, Maríanna Sif og Þóra Sif


5.maí 2015

Sæl,
Við erum að leggja áherslu á litina þessa vikurnar. Við erum búin að læra um bláan, grænan og rauðan. Til þess höfum við notað leikinn. Við erum m.a. búin að fara í litaleiki, vettvangsferðir þar sem við skoðum ákveðinn lit í umhverfinu. Við bjuggum til leir í grænum og rauðum lit og unnum listaverk í tengslum við litina. Í Turninum reyndum við að nota þessa liti í þrautabrautir og ræddum við litina í samverustundum og í daglegu starfi. Við munum halda áfram með innleiðingu litana næstu vikurnar.

Nú er sólin loksins farin að láta sjá sig og er hún nokkuð sterk. Við viljum því minna ykkur á að bera sólavörn á börnin og við erum með sólavörn til að bera á þau eftir hádegi.

Að lokum viljum við minna á að miðvikudaginn 13.maí verður opið hús hjá okkur á Baugi. Það hefst klukkan 15:00 og vonumst við til að sjá sem flesta. 


1.apríl

Sæl,
Við erum búin að bralla ýmislegt á Hlíð síðustu vikurnar.Föstudaginn 20.mars fylgdumst við með sólmyrkvanum með skjávarpa á Rjóðri auk þess sem við kíktum í gegnum sólmyrkvagleraugu á þetta undur. Börnin voru með mis mikinn áhuga á þessu en öðrum fannst þetta stórmerkilegt! Enda ekki á hverjum degi sem tunglið felur sólina.

Í síðustu vikur gerðum við m.a. páskaunga, fórum í Turninn (leikfimissalinn) og auðvitað lékum við  inni og úti. Strákarnir fóru í vettvangsferð á föstudaginn. Þeir fóru með pappírsruslið í gáminn við Samkaup. Þá vorum við svo heppin að hitta gjafmildan bílstjóra frá ónefndu fyrirtæki sem þótti strákarnir vera svo duglegir að endurvinna að hann gaf þeim heilan kassa af poppi.  Við ákváðum því að horfa video eftir kaffi og gæða okkur á poppi á meðan. Þetta vakti auðvitað mikla lukku.

Hafið það gott um páskana.

Margrét Hlín, Ásdís Dagmar, Dagný, Maríanna og Þóra Sif


18.febrúar

Sæl,
Í síðustu viku bjuggum við til bolluvendi og byrjuðum á að skreyta tunnuna fyrir öskudaginn og héldum þeirri vinnu áfram í þessari viku. Á bolludag fengum börnin fiskibollur og rjómabollur, borðuðu á sig gat í gær, Sprengidag og í dag var svo mesta fjörið. Börnin komu sem hinar ýmsu kynjaverur, fóru á öskudagsball í Turninum og slógu köttinn úr tunnunni. Í tunnunni var snakk og lítill leikfangaköttur. Á meðan þau mauluðu á snakkinu horfðu þau á video.

Á föstudaginn ætlum við að halda upp á konudaginn og bjóðum við öllum mömmum, ömmum og frænkum í kaffi klukkan 15.

Á Hlíð eru börnin með vatnsbrúsa svo þau geti fengið sér sjálf að drekka þegar þau eru þyrst. Endilega athugið hvort ykkar barn sé ekki með brúsa. Þau eru flest með brúsa en það eru nokkur börn sem vantar. Það þarf ekkert að vera merkilegur brúsi, getur t.d. verið powerade-flaska eða önnur plastflaska með tappa.

Hún Maríanna sem er á Hlíð klukkan 16:00-16:45 verður framvegis hjá okkur á þriðjudögum og miðvikudögum að leysa  Ásdísi Dagmar og Margréti Hlín af í undirbúning (tölvuvinnu).

Kveðja
Margrét Hlín, Ásdís Dagmar, Dagný og Þóra Sif


6.febrúar

Sæl,
Við á Hlíð erum að vinna með snjóinn og fórum við til dæmis í vettvangsferð í síðustu viku að rannsaka snjóinn. Drekahópur fór á miðvikudeginum og Víkingahópur á fimmtudegi. Við tókum ávexti með okkur og höfðum ávaxtastund úti en það þótti svolítið sport.  Börnin príluðu í snjónum, renndu sér, skoðuðu með stækkunargleri og bjuggu til snjóengla svo eitthvað sé nefnt.

Í þessari viku gerðu börnin klippimyndir af snjóhúsum og snjókörlum og hanga myndirnar upp í sundlauginni í Versölum ásamt ljósmyndaskráningum úr vettvangsferðunum. En við hengjum alltaf upp myndir eftir börnin í sundlauginni í kringum Dag leikskólans, 6.febrúar. Myndirnar fá að standa næstu vikurnar og hvetjum við ykkur til að gera ykkur ferð að skoða þær.
Við förum fljótlega í vettvangsferð í sundlaugina að skoða myndirnar en við auglýsum það þegar nær dregur.

Í þessari og næstu viku gerum við meðal annars bolluvendi og málum tunnu sem við getum slegið á öskudaginn.

Kveðja
Kennarar á Hlíð

 

21.janúar 2014

Sæl,
Við erum búin að bralla margt skemmtilegt síðustu daga. Reyndar er búið að vera svolítið veikindi en við erum öll að koma til baka núna.

Við teiknuðum stelpu í fullri stærð. En við teiknuðum í kringum Huldu og eigum eftir að finna nafn á stelpuna okkar, sem við teiknuðum eftir.

Nokkur börn fóru í vísindasmiðju að skoða efniviðinn sem þar er, við fórum í Turninn á þriðjudaginn að sprikla, skoðuðum polla úti, höfðum Diskó með Rjóðri og borðuðum einnig öll saman hádegismat í eitt skipti.

Við erum búin að nota verðlausan efnivið í starfinu og finnst krökkunum mjög skemmtilegt að vinna með hann. Við erum t.d. með klósettpappírshólka, litla efnisbúta, teppabúta og tappa. Svo getum við skipt út efniviði þegar þau fá leið á þessum sem þau eru með núna. Rusl er ekki alltaf verðlaus í augum barnanna. Það getur verið hinn mesti fjársjóður.

Kveðja
Kennarar á Hlíð


7.janúar 2014

Sæl og gleðilegt nýtt ár,
Á föstudaginn er leikfangadagur og fá börnin þá tækifæri að koma og leika með dótið sitt í leikskólanum. Við leggjum áherslu á að börnin skiptist á og æfi sig í að deila dótinu sínu með hinum börnunum. Það er mikilvægt að dótið sé merkt því ef það týnist er meiri líkur á að það komist aftur til eiganda síns.
 

Í stöðvavinnu í janúar ætlum við að vinna með snjóinn, þ.e.a.s. ef hann helst áfram ;) Við geri, þá skemmtileg verkefni til að fræðast um snjóinn, m.a. að mála á snjó og önnur spennandi verkefni tengd snjónum.

Kveðja
Margrét, Ásdís Dagmar, Dagný, Kristín Rós og Þóra Sif

 

19.desember 2014

Sæl,
Nú fer aldeilis að líða að jólum og eru börnin vel meðvituð um það. Í samveru ræðum við t.d. saman um jólasveinana og forvitnumst um hvað allir hafa fengið í skóinn. Þetta finnst þeim mjög spennandi og skemmtilegt.  Við höldum áfram að syngja jólalög og skreytum jóladagatalið okkar. En við bjuggum til jólatré úr límbandi þar sem við hengjum eitt skraut sem börnin hafa skreytt á hverjum degi.

Síðastliðinn föstudag voru litlu jólin haldin á Baugi en þá dönsuðum við í kringum jólatréð og sungum jólalög. Við borðum jólamat með öllu tilheyrandi og fengum frostpinna í eftirrétt, en það vakti mikla lukku.

Í þessari viku höfum við lagt lokahönd á jólagjafirnar frá börnunum og gerðum þau merkimiðann í þessari viku. Við höfum svo notið þess að vera úti í snjónum þó ekki í óveðrinu á þriðjudaginn ;) En þá höfðum við það rólegt og notalegt í hlýjunni á Hlíð.

Á milli jóla og nýárs mæta börnin á yngri gang þar sem við kennararnir tökum á móti þeim. Á yngri gangi eru snagar sem merktir eru HLÍÐ og þar er hægt er að hengja útifötin upp.

Annars óskum við ykkur gleðilegra jóla og vonum við að þið hafið það gott yfir hátíðarnar.

Jólalveðja
Margrét Hlín, Dagný, Gunnar, Kristín Rós & Þóra Sif

 

10.desember 2014

Sæl

Við erum að njóta undirbúning jólanna.  Við erum enn að vinna í jólagjöfum, jólapappírnum og fleira. Við syngjum jólalög í samveru t.d. Adam átti syni sjö, Í skóginum stóð kofi einn, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Jólasveinar einn og átta og öll hin klassísku jólalögin J

Við viljum þakka ykkur fyrir komuna á ljósagönguna síðastliðinn föstudag. Það var ánægjulegt að sjá hve margir sáu sér fært að koma og eiga notalega stund með okkur og börnunum. Þar sem við vorum búin að æfa Skín í rauðar skotthúfur mjög vel fyrir ljósagönguna ákváðum við að taka smá myndband af okkur taka lagið í samverustund.

Á föstudaginn eru litlu jólin hjá okkur á Baugi og eru Hlíð og Klettur saman á balli klukkan 9:45. Við munum svo gæða okkur á jólamat með öllu tilheyrandi í hádeginu.

Við viljum endilega biðja ykkur um að virða vistunartíma barnanna  og megið gjarnan látið okkur vita ef ykkur seinkar smá því vinnutími starfsmanna er í samræmi við vistunartíma barnanna J
Gott væri ef þið gætuð tekið föt barnanna úr þurrkskáp í lok dags þar sem það mundi hjálpa okkur mikið því það getur tekið á þolinmæði barnanna að við séum að leita að fötunum þeirra á sama tíma og við erum að klæða þau út.

Fyrirfram þakkir og kveðja
Kennarar á Hlíð

26.nóvember 2014

Sæl,
Við höfum verið að vinna við jólagjafir og fleira skemmtilegt síðustu vikur, sem er auðvitað algjört leyndarmál.
Við erum byrjuð að æfa jólalögin sem sungin verða í ljósagöngunni þann 5.desember. Þau eru: Jólasveinar ganga um gólf, Adam átti syni sjö og  Skín í rauðar skotthúfur. Og í gær bökuðum við piparkökur sem við ætlum að bjóða upp á eftir gönguna.

Kveðja
Kennarar á Hlíð

 

12.nóvember 2014

Sæl,
Á fimmtudag var eldgos hjá okkur á Baugi. Börnin sem voru úti fundu stað fyrir eldfjallið og settu sand og steina á það. Börnin sem voru inni í stöðvavinnu komu að lokum út til að vera viðstödd  þegar það færi að gjósa. Við skelltum stórri pepsi-max inn í fjallið og settum nokkra mentosmola ofan í. Við þessa efnasamsetningu varð eldgos, við mikla hrifningu barnanna. Sumir voru reyndar hræddari en aðrir enda erum við búin að vera að ræða um eldgos og að það sé heitt og hættulegt að vera nálægt því.

Á föstudaginn var rugl fata dagur þar sem börn og kennarar mættu frekar furðuleg til fara: í sitthvorum sokknum, nærfötum yfir fötunum og fötunum öfugum eða á röngunni. Af þessu tilefni ákváðum við líka að rugla borðunum okkar í hádeginu og fannst börnunum gaman að sitja í öðrum sætum en þau eru vön.

Dagur Íslenskrar tungu er 16.nóvember og af því tilefni erum við að lesa bækur eftir íslenska höfunda í þessari viku. Við erum t.d. að lesa Ég vil fisk, skrímslabækurnar, Skessunni sem leiddist, Græni loftbelgstrákurinn og fleira. Einnig syngjum við meira af lögum eftir íslenska höfunda og förum með íslenskar vísur og kvæði.

Við viljum minna á að mánudaginn 17.nóvember er skipulagsdagur og þá er leikskólinn lokaður.

Hafið það gott um helgina!

Kveðja
kennarar á Hlíð 


5.nóvember 2014

Sæl

Bangsadagurinn gekk vel og var gaman að sjá hve margir mættu í náttfötum og börnin dugleg að  leika með bangsana sem þau komu með. Við sungum nokkur bangasalög og lásum bangsasögu.

Börnin á Hlíð eru búin að vera að vinna með eldfjöll upp á síðkastið og erum við að núna að búa til eldfjall úr pappamassa. Börnin eru búin að mála það og eru að klára að skreyta það í dag.  Á morgun, fimmtudag, spáum við  eldgosi hjá okkur (með pepsimaxi og mentosi).

Sirrý er í veikindarleyfi í þessari og næstu viku en Gunnar mun leysa hana af á meðan.

Við minnum á fata rugl daginn á föstudaginn.

Hér er skráning frá því að Drekahópur fór í tvettvangsferð í hverfinu.


15. október 2014

Sæl,
Við höldum vinnunni okkar um haustið áfram. Drekahópur fór í vettfangsferð í morgun og skoðuðu liti haustsins og tíndu lauf.
Víkingahópur horfði á myndband um eldgos og ræddum við litina í því og hvernig það gaus upp í loftið. Því næst teiknuðu þau myndir af því. Við munum halda áfram vinnunni með haust og eldgos í október eða á meðan áhugi barnanna er til staðar.

Á þriðjudögum er Hlíð í Turni og þá er gott ef börnin eru í þægilegum fötum sem gott er að hreyfa sig í. Einnig er best að vera í sokkum en ekki í sokkabuxum því það er þægilegast að vera á tánum í Turninum.

Nú er farið að kólna og viljum við biðja ykkur að koma með föt sem hentar veðrinu. Eins og kuldagalla og kuldaskó því oft fer hitinn undir frostmark á morgnanna. Eins viljum við biðja ykkur um að merkja föt barnanna. Ef þið eigið ekki merkimiða er sniðugt að nota heftiplástur, skrifa á og líma á fötin.

Tenglar þar sem hægt er að pannta merkimiða:
https://www.mynametags.com/?gclid=CM_ntpnSrsECFRMatAodHngAiQ
http://rogn.is/
http://merkt.is/?prodcat=27


 

8. september 2014

Sæl öll


í síðustu viku vorum við að vinna með leir, hlutverkakrók, pinna, perla og margt fleira.

 Einnig fórum við út að leika enda fara börnin ölll út einu sinni á dag.


Haukur Óli byrjaði á deildinni okkar á mánudaginn og einnig Gunnar (starfsmaður) og bjóðu við þá velkomna til okkar á Hlíð.


Margrét deildastjóri er farin í veikindaleyfi og mun Sirrý leysa hana af á meðan.


Að lokum viljum við biðja ykkur um að merkja fatnað barna ykkar þar sem það er erfitt fyrir okkur starfsfólkið að muna hvaða flíkur börnin eiga.

Kveðja
Kennarar á Hlíð


Sæl
Fyrstu vikur barnanna á Hlíð hafa gengið vel. Þau eru búin að vera mikið úti og prófa dót sem er á deildinni. Við erum búin að skipta börnunum í tvo hópa sem þau tilheyra í stöðvavinnu, Turni og fleira.

Eftir lýðræðislegar kosningar fengu hóparnir nöfnin Drekahópur og Víkingahópur. Í Drekahóp eru: Klara Hlín, Sölvi Hrafn, Halldóra Salka, Hulda, Haukur Óli, Daníel Tryggvi, Guðmundur, Kári og Nadía Rós. Í Víkingahóp eru Örlygur Logi, Kjartan Páll, Margrét Mirra, Viðar Óli, Adam Ástráur, Viktor Elí, Margrét Líf og Unnur Birta.

Við eigum Turninn (íþróttasalinn) á þriðjudögum klukkan 8:30-10:30. Víkingahópur verður 8:30 og Drekahópur 9:30.

Í dag kom leikhópurinn Lotta til okkar og var með atriði fyrir okkur í bakgarðinum. Allir skemmtu sér vel og var sungið, dansað og í lokin fengu þeir sem vildu að faðma leikarana.

Föstudaginn 5.september er leikfangadagur og þá mega börnin koma með leikfang í leikskólann. Annars mega börnin alltaf koma með bók, disk eða bangsa ef þau vilja.  

Kveðja
kennarar á HlíðKópavogur 19. júní 2014

 

 

 

Kópavogur 3. júní 2014

 

 

30. maí 2014

 

 

 

6. janúar 2014


Búin að skella inn myndum 

Þar er að finna myndir frá bóndadagskaffinu. Þar voru börnin búin að teikna myndir af feðrum sínum og segja okkur hvað þeir gera. Kom margt skemmtilegt útúr því. Við fórum svo með þessar myndir niður í Salalaug í gær og hengdum upp.  Þetta gerðum við í tilefni af Degi leikskólans. En hann er haldinn 6. febrúar ár hvert. Þannig að allir verða að skella sér í sund á næstu 2 vikum og kíkja á herlegheitin.

Einnig eru myndir frá Þorrablótinu sem var haldið í seinustu viku. Þá höfðu börnin búið til víkingahjálma og við ræddum aðeins um víkingana og matinn sem þeir borðuðu því þeir áttu engan ísskáp.

Nokkrar myndir af henni Perlu geitungi. Hún vakti mikla kátínu en hægt er að lesa betur um hana í forstofunni hjá okkur.

Svo eru 2 afmæli búin að vera á árinu hjá okkur. Bryndís Eva í janúar og Gústaf Emil í gær. Svo eru mörg afmæli framundan. Gaman gaman.

Við ætlum að aðeins að ræða um líkamann og okkur sjálf á næstunni og búin að taka bækur á bókasafninu sem við ætlum að glugga í.

Minni á símann okkar á deildinni 6639418  ef þið þurfið að ná í okkur. Svo má alltaf senda mér línu.

Kveðja 

Starfsfólk Hlíðar6. Nóvember 2013

Góðan daginn gott fólk

Þá er kominn Nóvember. Tíminn flýgur hér á Hlíð eins og annars staðar.

Við erum komnar á fullt í allskonar skemmtilegum verkefnum.

Ef við byrjum á Turninum þá höfum við verið að fara alltaf á miðvikudögum fyrir hádegi. Þá byrjar annar hópurinn á því að fara. Skipuleggjum það þannig að við byrjum oftast á að hita okkur aðeins upp. Förum svo í leik eða tvo. Svo er þrautabraut og endum á að fara aftur í leik. Þar má nefna leiki eins og; Kjúklingaleikinn,  ævintýraferð á bláu dýnunni, bílaþvottastöðin og hundur það hefur einhver stolið kjötbeininu þínu.

Á föstudögum erum við með Opið flæði, þá er annar hópurinn í útiveru og hinn inni í stöðvavinnu. Börnin velja sér eina af 4 stöðvum sem í boði eru. Tvær eru á Hlíð og tvær eru á Rjóðri. Þannig blandast börnin á Rjóðri og Hlíð og við kynnumst hvort öðru. Stefnan er að gera þetta alltaf á föstudögum eða annan hvern föstudag að minnsta kosti.

Við erum búin að fara í eina vettvangsferð með hvorn hóp. Gengum um hverfið okkar og fundum laufblöð. Tókum þau heim og bjuggum til fallegar myndir úr þeim. Næst ætlum við að reyna að skella okkur í strætó. Það verður auglýst betur síðar.

Börnin eru búin að vera dugleg að æfa sig í fataherberginu að klæða sig og eru búin að taka rosalegum framförum hjá okkur í haust. Geta gert þetta að mestu sjálf en við hjálpum þeim með það sem uppá vantar. Við vonum að þið séuð dugleg að gera þetta heima við líka.

Við erum búin að vera að læra reglur og gengur það vel. Við tökum fyrir eina reglu í einu. Hún er kynnt í litlum hópi í einu. 3-4 börn og einn kennari. Þá lita börnin mynd af reglunni og kennarinn talar um regluna við börnin; Hvað hún þýðir, hver er andstæðan, o.s.frv. Við reynum að gera þetta á jákvæðan hátt. Við æfum okkur líka. T.d. í samverustundum og rifjum þetta upp þar líka. Reglurnar sem eru komnar eru: Hlusta – Skiptast á – og næst ætlum við að taka regluna  – passa hendur.

Bestu kveðjur: Ragnheiður, Kristín Rós, Jana, Snædís og Þórunn

 

 

Nýjar myndir úr stafinu okkar

 

Kveðja Ragnheiður, Jana, Kristín Rós, Snædís og ÞórunnÞetta vefsvæði byggir á Eplica