Sími  4415600 / 8666926

Lög og vísur

Lögin okkar í apríl og maí

 

Vinasöngur

Við eigum hvor annan að,
eins og skefti og blað,
Í lífsins skúraveðri, hanski og hönd,
hafið og strönd,
Við eigum samleið ég og þú,
eins og vind og vindubrú.
Andlit og nef, nefið og kvef,
við hnerrum hjartanlega.
Allt gengur vel ef þú átt vinarþel.

Stundum fellur regnið strítt,
stundum andar golan blítt.
Öðrum stundum allt er hvítt,
En svo verður aftur hlýtt!
Sumir kvarta sí og æ,
svoleiðis ég skellihlæ.
Allt gengur miklu betur í vetur
ef þú getur kæst með mér kömpunum í.

Það verður bjart yfir borg, bros um öll torg.
Við syngjum sólarsöngva,
snúðu á hæl, með þessu mælum við.
Því ekkert jafnast á við það
að eiga góðan vin í stað.
Að standa tveir í hverri raun eru vináttu laun.
Því ekkert jafnast á við það
að eiga góðan vin í stað.
Að standa tveir í hverri raun eru vináttu laun.

 

Vísurnar um refinn

Ég raula raunakvæði
um refinn sem hér býr.
Í græðgi vill hann gleypa
hin góðu skógardýr.
Já þett´er sorgarsöngur víst
því sagan illa fer.
Hæ fallerafaddí rúllanræ
nú verstur endir er.

Einn dag hann var á veiðum
þar voru músahús.
Þá rak hann gular glyrnur
í gráa litla mús.
“Ég tek þig” sagði tæfan þá
upp trjábol músin rann.
Hæ fallerafaddí rúllanræ
hún fylgsni öruggt fann.

Þá varð hann súr á svipinn
og sagði: “Gott hjá þér,
en bíddu bara góða
ég bíða skal þín hér.”
Svo tautar hann við sjálfan sig,
“þú síðsta leikinn átt.”
Hæ fallerafaddí rúllanræ
“hún bröltir niður brátt.”

En Mikki mátti bíða
og músin engu kveið.
Þú heyra skalt hvað skeði
hjá skrögg er vikan leið
þó hungrið alveg ærð´ann
og enga veitti ró.
Hæfallerafaddí rúllanræ
hann datt um koll og dó.

 

Vorið kemur - Vikivaki

Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
- draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.                    
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Aa  aa,  aa  aa
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin
- mundu að það er stutt hver stundin
stopult jarðneskt yndið þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Aa  aa,  aa  aa
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma
- segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Aa  aa,  aa  aa
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

 

Vertu til

Vertu til er vorið kallar á þig
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig,
Sveifla haka og rækta nýjan skóg – hei!
Sveifla haka og rækta nýjan skóg – hei!

 

Piparkökusöngurinn

Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræði yfir eldi smjörið
er það næsta sem hann gjörir
er að hræra kíló púður
saman við það, heillin mín.

Þegar öllu þessu er lokið
hellast átta eggjarauður
saman við og kíló hveitis
hrærir og í potti vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá að hnoða deigið
breiða það svo út á fjöl.

 

Grænmetisvísur

Þeir sem bara borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga.

En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Þá fá allir mettan maga,
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga,
laus við slen og leti.

Sá er fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur
og maginn sýkist molnar tönn
og melt hann ekki getur.

En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og tómata.
Hann verður sæll og viðmótsljúfur
og vinamargur, heilladrjúgur
og fær heilar, hvítar tennur,
heilsu má ei glata.

 

Fuglalög

 

Fuglinn segir bí, bí ,bí

Fuglinn segir bí, bí ,bí
bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.

 

Lóan

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindi, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
vonglaður taka nú sumrinu mót.

 

Sá ég spóa

Sá ég spóa suður í flóa,
syngur lóa úti í móa,         
bí, bí, bí, bí.
Vorið er komið víst á ný

 

Vorið er komið og grundirnar gróa

Vorið er komið og grundirnar gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún,
syngur í runni og senn kemur lóa,
svanur á tjarnir og þröstur í tún.
Nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer,
hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
hóar þar smali og rekur á ból,
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika á skeljum á hól.Þetta vefsvæði byggir á Eplica