Sími  4415600 / 8666926

Kynningarbæklingur til foreldra

Kynningarbæklingur til foreldra


Velkomin í leikskólann Baug

 

Leikskólinn Baugur var opnaður í október 2007. Heildarrými leikskólans  er 1050,7m² eða 6,9m² á hvert barn,  leikrými: 538m² sem gerir 3,5m²  á barn. Leikskólinn Baugur er átta deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.

Leikskólinn skiptist í þrennt, tveir gangar með þremur deildum hvor og lausar stofur með tveimur deildum. Á yngri gangi eru deildarnar, Lundur, Brekka og Klettur. Á eldri gangi eru deildarnar, Mýri, Foss og Tjörn. Í litla Baugi eru Hlíð og Rjóður. Baugur er opinn leikskóli, þ.e. að deildirnar eru ekki mjög stórar, en stór svæði skólans eru samnýtt af öllum deildum, s.s. hreyfisalur, listasmiðjur, bókasafn o.fl. Í miðju hússins er matsalur sem er nýttur af fimm deildum leikskólans, á Lundi, Hlíð og Rjóðri er borðað inni á deildunum.

Leikskólinn er staðsettur í Kórahverfi í Kópavogi þar sem stutt er í útivistarsvæðið í Leirdalnum, Heiðmörkina og aðrar náttúruperlur. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem á uppruna sinn í borginni Reggio Emilia á Ítalíu. Upphafsmaður hennar var sálfræðingurinn og kennarinn Loriz Malaguzzi. Hann leit á börn sem gullnámu og taldi að hlutverk hinna fullorðnu væri að fá gullið til að glóa.

Hér náið þið í bæklinginn: Kynningarbæklingur
baugur_sitelogo


Þetta vefsvæði byggir á Eplica