Sími  4415600 / 8666926

Þátttökuaðlögun

Þátttökuaðlögun


  • Aðlögun tekur þrjá daga að öllu jöfnu.

  • Dagur eitt og tvö, mæting klukkan 9.00 og fram yfir hádegismat.

  • Foreldrarnir eru inni á deild með barninu allan tímann.

  • Foreldrar sinna barninu, skipta á því, gefa að borða og eru til staðar, starfsfólkið tekur að sjálfsögðu þátt.

  • Þriðja daginn er mæting klukkan 9.00, barnið fer í hvíld með starfsmönnum, foreldrar til taks í leikskólanum ef þarf. Heimferð þegar barn vaknar.

  • Fjórða daginn koma foreldrar með barnið sitt og kveðja. Börnin eru allan daginn (sinn vistunartíma).

  • Farsímar eru ekki leyfðir.

  • Aðlögunin er einstaklingsbundin og getur breyst eftir þörfum hvers og eins.

Hugmyndafræðin á bak við þátttökuaðlögun er að öruggir foreldrar smiti eigin öryggiskennd yfir til barna sinna. Öruggir foreldrar = örugg börn. Með því að foreldrar séu fullir þátttakendur frá fyrsta degi öðlast þeir öryggi um dagskipulagið og það sem á sér stað í leikskólanum. Annar kostur er að foreldrar tengjast hver öðrum og milli þeirra skapast oft vinskapur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica