Skrímslin kenna stærðfræði

Börnin á Skógi fengu heimsókn á þriðjudaginn frá Írisi Evu en hún er ein af þrem sem standa fyrir Evolytes námskerfinu.
Námskerfið samanstendur af námsbók, námsleik sem hægt er að spila í spjaldtölvum og svo upplýsingakerfi fyrir foreldra og kennara. Ætlunin er að kenna fyrstu skrefin í stærðfræði á skemmtilegan og árangursríkan hátt með námsefni sem sé miðað við einstaklingana og getu þeirra.
Íris Eva las bókina Evolytes ævintýrið byrjar fyrir börnin og sýndi þeim skemmtilegar myndir sem fylgja bókinni.
Fréttamynd - Skrímslin kenna stærðfræði Fréttamynd - Skrímslin kenna stærðfræði Fréttamynd - Skrímslin kenna stærðfræði

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn