Læsisstefna

Vorið 2015 skrifuðu bæjarstjóri Kópavogs, fulltrúi foreldra í Kópavogi og menntamálaráðherra undir þjóðarsáttmála um læsi, þar sem menntamálayfirvöld og sveitarfélagið einsetja sér að bæta læsi barna í Kópavogi. Síðan þá hefur verið unnið að læsisstefnu Kópavogs og má sjá hana hér.

Við hér í Baugi munum síðan móta okkar eigin læsisstefnu með stefnu Kópavogs að leiðarljósi. Í vetur munum við vinna að sameiginlegu þróunarverkefni allra leik- og grunnskóla í Kópavogi, en verkefnið okkar nefnist Upplifun og ævintýri - Læsi og samskipti, með því að smella á heiti verefnisins getið þið séð markmið og tilgangur verkefnisins.

 

Við ætlum að leggja áherslu á lestur góðra bóka sem unnið verður áfram með á fjölbreyttan hátt.

Á fyrstu æviárunum fer máltakan fram og rannsóknir sýna að ef lesið er fyrir börn frá unga aldri eykur það velgengni þeirra í námi síðar á ævinni. Því er mikilvægt að foreldrar lesi fyrir börn sín á hverjum degi, því þeir skapa lestrarvenjur barna sinna.