Sími  4415600 / 8666926

Haust

Fyrirsagnalisti

Haustlög

 


Þýtur í laufi

Þýtur í laufi, bálið brennur.
Blærinn hvíslar: sofðu rótt.
Hljóður í hafið röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið söngur, glaumur, gaman.
Gleðin hún býr í fjallasal.

 


  

 


 

Sumri hallar (Baldur Ragnarsson)

 

Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.
 
Girnast allar elfur skjól
undir mjallar þaki,
þorir varla að sýna sól
sig að fjallabaki.
 
Verður svalt því veðri er breytt,
vina eins er geðið,
þar sem allt var áður heitt,
er nú kalt og freðið
Þjóðvísu
 
Sestu hérna sólskinsbarn,
sumar hjá þér dvelur,
meðan haustsins gráa garn
grösin jarðar felur

Um haust

 

Það kólnar í lofti, því komið er haust,
í kuldablæ heyra má vetrarins raust.
Og snjókornin fisléttu falla á svörð,
og fannblæju leggur á sölnaða jörð.
 
Þá syngjum við hugglöð um sumarið ljóð
og sitjum í skóla, svo þæg og svo góð.
Og vöxum að þroska og visku á því,
uns vorbirtan kemur og frelsið á ný.

Berjaför (Lag: Gamli Nói)

 


Litli Siggi, litla Sigga
löbbuðu út í mó.
Bæði ber að tína
í berjafötu sína.
Það var gaman, það var gaman.
Hopp og hæ og hó.
 
Litli Siggi, litli Siggi
litla þúfu fann.
Blessuð berin ljúfu
byrgðu alla þúfu.
Eitt af öðru, eitt af öðru
upp í munninn rann.
 
Litla Sigga, litla Sigga
litinn bolla sá.
En sá litaljóminn,
litlu fögru blómin.
Þau ég tíni, þau ég tíni,
þau skal mamma fá.
 
Heim þau gengu, heim þau gengu
heldur kát og rjóð.
Buðu ber að smakka,
börnunum allir þakka.
Allir segja, allir segja;
“ögn eru berin góð”

Nú blánar yfir berjamó (Guðmundur Guðmundsson)

 

Nú blánar yfir berjamó
og börnin s má í mosató
og lautum leika sér.
Þau koma, koma kát og létt,
á kvikum fótum taka sprett
að tína, tína ber.
 
En heima situr amma ein,
að arni hvílir lúin bein,
og leikur bros á brá,
er koma þau með körfur inn
og kyssa ömmu á vangann sinn
og hlæja berjablá. 

Kónguló (Björn Franzson)

 

Kónguló, kónguló,
bentu mér á berjamó.
Fyrir bláa berjaþúfu
skal ég gefa þér gull í skó,
húfu græna, skarlatsskikkju,
skúf úr silki´ og dillidó.Þetta vefsvæði byggir á Eplica