Sími  4415600 / 8666926

Lög og kvæði f. Bollu-, sprengi-, og öskudag

Bollu-, sprengi,- öskudagur

 

Bolludagur  (Lag: Við erum söngvasveinar)

Á bolludegi fer ég með bolluvönd á kreik.
Mér alltaf þykir gaman að iðka þennan leik.
Ég bolla og bolla á bossann á þér fast ég slæ
bolla og bolla og bollu í laun ég fæ.
Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar, bollurnar.
Já bragðgóðar eru bollurnar húllum hæ.


Sprengidagur
(Lag: Við erum söngvasveinar)

Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér
Því magnið er ei smátt sem í magann á mér fer.
Af saltkjöti og baunum ég saðningu í magann fæ.
Af saltkjöti og baunum ég saddur verð og hlæ.
Já bragðgóðar eru baunirnar, baunirnar, baunirnar.
Já bragðgóðar eru baunirnar húllum hæ.

Öskudagur  (Lag: Við erum söngvasveinar)

Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað
og elti menn og konur sem ekki vita um það.
Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ
lauma á poka, læðist burt og hlæ.
Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir.
Svo dingla þeir þarna pokarnir húllum hæ.
                                                                         

Allir hlæja á öskudaginn  (Lag: Jólasveinar einn og átta)

Allir hlæja á öskudaginn
ó hve mér finnst gaman þá.
Hlaupa lítil börn um bæinn
bera poka til og frá.

 

Nú er úti norðanvindur


Nú er úti norðanvindur
nú er hvítur Súlutindur.
Ef ég ætti úti kindur
mundi'ég láta'þær allar inn
elsku besti vinur minn.

:,:Úmba rassa úmba rassa
úmba rassa sa:,:

Upp er runninn öskudagur
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðann daginn, gleðileg jól.

Úmba rassa...


Kvæði

 

Sprengidagur

 

Enginn mátti nefna ket

alla föstuna langa:

hver það af sér heyra lét,

hann var tekinn til fanga.

 

Öskudagur

 

Öskudagurinn marka má

mundu hverju viðrar þá.

Fróðir vita að hann á

Átján bræður líka að sjá.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica