Sími  4415600 / 8666926

Sumar

Sumarlög

  

Við göngum mót hækkandi...

Við göngum mót hækkandi
sól, sól, sól
og sjáum hana þýða allt er
kól, kól, kól.

  Svo vætlurnar streyma
og vetrinum gleyma
því vorið er komið með
sól. sól, sól.

Blátt lítið blóm eitt er

Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið „Gleymdu' ei mér“,
Væri ég fuglinn frjáls,
flygi' ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.

Ef væri ég söngvari

Ef væri ég söngvari
syngi ég ljóð,
/: um sólina vorið
og land mitt og þjóð.:/
En mömmu ég gæfi
mín ljúfustu ljóð,
/: hún leiðir mig, verndar
og er mér svo góð.:/

Í sól og sumaryl
Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.
Fuglarnir sungu og lítil falleg hjón
flugu um loftin blá, hve það var fögur sjón.
Í sól og sumaryl, sér léku lítil börn
ljúft, við litla tjörn.

Í sól og sumaryl, ég sat og horfði á
hreykna þrastarmóður mata unga sína smá.
Faðirinn stoltur stóð þar sperrtur hjá
og fagurt söng svo fyllti loftin blá.
Í sól og sumaryl, sér léku lítil börn
ljúft, við litla tjörn.

Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag,
hve fagurt var þann dag.

Sól, sól skin á mig
 Sólin er risin, sumar í blænum,
sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
Ómar allt lífið af ylríkum söng
unaðsbjörtu dægrin löng.

 Sól, sól skin á mig,
ský, ský burt með þig.
Gott er í sólinni að gleðja sig,
sól, sól skin á mig.

Kvæðið um fuglana
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka' úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri' í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.

Maístjarnan
 Ó, hve létt er þitt skóhljóð
og hve lengi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.

 Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er allt sem ég hef.

 En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

Úti um mela og móa 
 Úti' um mela og móa
syngur mjúkrödduð lóa
og frá sporléttum spóa
heyrist sprellfjörugt lag.

 A-a-a-holle-rasse-hía holle-rasse-hí gú gú
holle-rasse-hía holle-rasse-hí gú gú
holle-rasse-hía holle-rasse-hí gú gú
holle-rasse-hía- húúú

 Úti' um strendur og stalla
hlakkar stór veiðibjalla.
Heyrið ómana alla
yfir flóa og fjörð.

 Holle-rasse hía...

 Hérna' er krían á kreiki,
þarna' er krumminn á reiki.
Börnin léttstíg í leiki
fara líka í dag.

 Holle-rasse-hía...

 Hljóma lögin við látum;
hæfir lífsglöðum skátum
rómi kveða með kátum
hérna kringum vorn eld

 Holle-rasse-hía...

Öxar við ána
 
Öxar við ána árdags í ljóma
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja,
fram, fram bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum, vorri þjóð.

Sá ég spóa
Sá ég spóa

Suður í flóa.

Syngur lóa

út um móa:

“bí, bí, bí, bí”

vorið er komið víst á ný

 

Lóan er komin

  Lóan er komin að kveða burt snjóinn

kveða burt leiðindin, það getur hún.

Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,

sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefur sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót..

Hún hefur sagt mér að vaka og vinna

vonglaður taka nú sumrinu mót.  

Söngur dýranna í Týról 

Hann fór í veiðiferð í gær
hann Úlfgang bóndi.
Hann skildi húsið eftir autt
og okkur hér.
Við erum glöð á góðri stund
og syngjum saman
stemmuna sem hann Helmut kenndi mér.

Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur,
fyrir löngu.
Hófu saman búskap hér og sjá.

Jorúloriloihí
jorúloriloúhú
mjá mjá mjá mjá mjá aha ha ha. 

Jorúloriloihí
jorúloriloúhú
mjá mjá mjá mjá mjá mjá.

Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur,
fyrir löngu.
Hófu saman búskp hér og sjá.
Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur,
fyrir löngu.
Hófu saman búskp hér og sjá. 

Jorúloriloíhí
jorúloriloúhú
mjá mjá mjá mjá mjá aha ha ha.

Jorúloriloíhí
jorúloriloúhú
mjá mjá mjá mjá mjá mjá mjá mjá mjá mjá mjá mjá.

Nú skal syngja um..

Nú skal syngja um kýrnar
sem baula hátt í kór,
þær gefa okkur mjólkina
svo öll við verðum stór.

Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk.
Mu mu mu, mu mu mu mu mu,
mu mu mu, mu mu mu mu mu,
mu mu mu,mu mu mu mu mu
mu mu mu mu mu.                

Nú skal syngja um hænsnin     
sem gagga endalaust.
Þau gefa okkur eggin
svo öll við verðum hraust.

Egg egg egg…..
Ga ga ga…..

Nú skal syngja um lömbin
sem jarma sætt og blítt.
Þau gefa okkur ullina
svo okkur verði hlýtt.

Ull ull ull…..
Me me me…..

Litla flugan
Lækur tifar létt við máða steina
lítil fjóla grær við skriðufót
Bláskel liggur brotin milli hleina
í bænum hvílir íturvaxin snót
Enf ég væri orðin lítil fluga
ég inn um gluggan þreytti flugið mitt
og þó ég ei til annars mætti duga
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

Með vindinum þjóta skúraský
Með vindinum þjóta skúraský
drýpur  dropp dropp dropp
drýpur dropp dropp dropp
Og droparnir hnýga og detta á ný
drýpur dropp dropp dropp
drýpur dropp dropp dropp.

Nú smáblómin vakna eftir vetrarblund
drýpur dropp dropp dropp
drýpur dropp dropp dropp.
Þau augu sín opna er grænkar grund
drýpur dropp dropp dropp
drýpur dropp dropp dropp.

Þýtur í laufi
Þýtur í laufi bálið brennur
blærinn hvíslar sofðu rótt.
Hljóður í hafið röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinnir saman,
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur gaman,
gleðin hún býr í fjallasal.

Signir sól
Signir sól, sérhvern hól,
sveitin klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð,
blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag
fugæar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð
syngja börnin góð.

17. júní
Blómin springa út og þau
svelgja í sig sól,
Sumarið í algleymi og hálft
ár enn í jól
Í hjarta sínu fólkið gleðst og
syngur lítið lag
Því lýðveldið Ísland á
afmæli í dag

:,:hæ hó, jibbí, jey og jibbí
jei,
það er komin 17. júní:,:

Nú er sumar
Nú er sumar,
gleðjist gumar,
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða,
eykur yndishag.

Látum spretta,
spori létta,
spræka fáka nú.
Eftir sitjá engi,
örvar víf og drengi,
sumarskemmtun sú.

Tíminn líður,
tíminn býður,
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi heim þá skundum,
seint um sólarlag.

Vorvindar glaðir
Vorvindar glaðir,
glettnir og hraðir,
geysast um löndin létt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjarta mitt litla hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
fjálst er í fjalladal.

Sól úti - sól inni
Sól úti, sól inni
sól í hjarta, sól í sinni
sól bara sól.

Með sól í hjarta
Með sól í hjarta og söng á vörum
við setjumst niður í grænni laut.
Í lágu kjarri við kveikjum eldinn
og kakó hitum og eldum graut.

Könguló
Könguló, könguló
vísaðu  mér á berjamó.
Fyrir bláa berjaþúfu
skal ég gefa þér gull í skó,
húfu græna skarlatsskikkju,
skúf úr silki og dillidó.

Berjablái kjóllinn
Hún Hanna fór í kjólinn
og hann var berjablár
svo steig hún uppá stólinn
og strauk sitt rauða hár.

Og spegillinn hann sagði,
 að sjá hvað þú ert fín
í berjabláa kjólnum
með bönd og rykki í.

Ég nestispoka á baki ber
Ég nestispok aá baki ber
og bragð mér uppá fjöll
og fjöldi álfa fagna mér
og ferleg hamratröll.

Holle rí, holle ra,
holle rí, holle ra, ha, ha, ha...
holle rí, holle ra,
holle rí, ha, ha, ha, ha.

Svo líða dagar, líða ár,
og lítill verður stór,
En oft man halur hærugrár
hvar hann sem drengur fór.

 Holle rí, holle ra,
holle rí, holle ra, ha, ha, ha...
holle rí, holle ra,
holle rí, ha, ha, ha, ha.

Litlu andarungarnir
Litlu andarungarnir
allir synda vel, allir synda vel
Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél,
Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél.

Liltu andarungarnir
ætla útá haf, ætla útá haf,
Fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf,
Fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf.

Siggi var úti
Siggi var úti með ærnar í haga,
allar hann hafði þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
vissi hann að lagfóta dældirnar smó.
:,:Agg, ga ,gagg sagði tófan á grjóti:,:
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti:
Aumingja Siggi, hann þorir ekki heim.

Óskasteinar
Fann ég á fjalli fallega steina,
faldi þá alla vildi þeim leyna.
Huldi þar í helliskúta heillasteina,
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina,
lengur ei man ég óskina neina.
Ef þeir skyldu uppfylla um ævidaga,
ekki frá því skýrir þessi litla saga.

GErsema mína græt ég ei lengur,
geti þþær fundið telpa eða drengur.
Silfurskæra kristalla með grænu og gráu,
gullna roðasteina rennda fjólubláu.

Hann Tumi fer á fætur
Hann Tumi fer á fætur
við fyrsta hanagal
að sitja yfir ánum
lengst inní Fagradal.

Hann lætur hugann líða
svo langt um dali og fjöll,
því kóngur vill hann verða
í voða stórri höll.

Og Snati hans er hirðfífl
og hrútur ráðgjafinn,
og smalarhóll er höllin
en hvar er drottningin?

Sólargeislinn
Þú sólargeisli sem gægjist inn
 og glaður skýst inn um gluggan minn.
Mig langar svo til að líkjast þér
og ljósi  varpa á hvern sem er .

Hæ Sigga mín
Hæ Sigga mín, hæ Sigga mín. Farðu á fætur
Nei mamma mín nei mamma mín. Lúra é vil .

 Hæ Sigga mín, hæ Sigga mín. Vatnið þig vekur
Nei mamma mín nei mamma mín. Þvo mér ei vil

Hæ Sigga mín, hæ Sigga mín. Þvo þér um eyrun.
Nei mamma mín nei mamma mín. Enginn þau sér .

Hæ Sigga mín, hæ Sigga mín. Skunda í skólann.
Nei mamma mín nei mamma mín.  Ó mér er illt.

Hæ Sigga mín, hæ Sigga mín.  Kakó og kökur.
Nei mamma mín nei mamma mín.   Klædd nú ég kem.

Fiskurinn hennar Stínu
Eitt sin fór hún Stína litla á sjó
með pabba sínum.
hún veiddi ofurlitla bröndukló með öngli fínum.

Daginn eftir mamma hennar plokkfisk bjó
Stína vildi ei borðan
hvað villtu ekki fiskinn Stína þó
pabbi tók til orða.

Fiskinn minn nammi nammi namm
fiskinn minn nammi nammi namm
Fiskinn minn nammi nammi namm
fiskinn minn nammi nammi namm

Ömmu sína Stína fór að sjá
og spurði frétta.
Hvað hún veitt hefði nú sjónum á
Stína sagði þetta

Ég plokkfisk veiddi alveg ein
og var að borða hann
já ég plokkfisk veiddi alveg ein
 og var að borða hann.

Fiskinn minn nammi nammi namm
fiskinn minn nammi nammi namm.
Fiskinn minn nammi nammi namm
fiskinn minn nammi nammi namm.

Í fjalladal
Í fjalladal, í fjalladal
Er fagurt oft á vorin,
Er grænkar hlíð
                              Og glóa blóm                                

Og glymur loft af svanahljóm
Í fjalladal, í fjalladal
Er fagurt oft á vorin.

Blessuð sólin elskar allt
Blessuð sólin elskar allt,
Allt með kossi vekur
Haginn grænn og hjarnið kalt
Hennar ástum tekur.

Senn kemur sumarið 
Senn kemur sumarið
Sólin blessuð skín
Víst batnar veðrið,
Þá veturinn dvín.

Út um græna grundu 
Út um græna grundu
Gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Ég skal gæta þín

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica