Sími  4415600 / 8666926

Vor

Vorlög

   

Bráðum fæðast lítil lömb
(Lag: Fyrr var oft í koti kátt)

Bráðum fæðast lítil lömb
leika sér og hoppa
með lítinn munn og litla vömb
lambagrasið kroppa.
Við skulum koma og klappa þeim
kvölds og bjartar nætur
reka þau í húsin heim
hvít með gula fætur.

Fuglarnir sem flýðu í haust,
fara að koma bráðum.
syngja þeir með sætri raust,
sveifla bængjum báðum.
Við skulum hlæja og heilsa þeim,
hjartansglöð og fegin,
þegar þeir koma þreyttir heim
þúsund mílna veginn. 

 

Vorvindar glaðir 

Vorvindar glaðir,
glettnir og hraðir,
geysast um lundinn rétt
eins og börn.
Lækirnir skoppa,
Hjala og hoppa,
Hvíld er þeim nóg
Í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla
Hlustaðu á ;
Hóar nú smalinn
Brúninni frá.
Fossbúinn kveður,
Kætir og gleður,
Frjálst er í fjallasal

Vertu til

Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskynið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg.

 

Nú skal syngja um

Nú skal syngja um kýrnar
sem baula hátt í kór,
þær gefa okkur mjólkina
svo öll við verðum stór.

Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk.
Mu mu mu, mu mu mu mu mu,
mu mu mu, mu mu mu mu mu,
mu mu mu,mu mu mu mu mu
mu mu mu mu mu.

Nú skal syngja um hænsnin
sem gagga endalaust.
Þau gefa okkur eggin
svo öll við verðum hraust.
Egg egg egg…..
Ga ga ga…..

Nú skal syngja um lömbin
sem jarma sætt og blítt.
Þau gefa okkur ullina
svo okkur verði hlýtt.
Ull ull ull…..

 

Dagvísa og mánaðarvísa

Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur, fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur,
og þá er vikan búin.

Janúar,
febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september,
október,
nóvember og desember

 

Lóan er komin
Bandarískt þjóðlag
Páll Ólafsson

Lóan er komin að kveða burt snjóinn.
Að kveða burt leiðindin það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi og mikið og vinni ekki hót,
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.

Sólin skín

Sólin skín,
sólin skin.
Allt um kring,
allt um kring.
Býr til birtu og skugga,
skín inn um minn glugga.
Mér verður hlýtt,
mér verður hlýtt.
  
(Lag: Meistari Jakob)
 

Regnið streymir

Regnið streymir,
regnið streymir.
Yfir jörð,
yfir jörð.
Drippi, drippi, dropp, dropp.
drippi, drippi, dropp, dropp.
Pollur hér,
handa mér.
       (Lag: Meistari Jakob)

 

Sólin skín og skellihlær

Sólin skín og skellihlær
við skulum syngja lag.
Vetur karlinn var í gær
en vorið kom í dag.
Fallerí, fallera, fallerí,
falle,ra hahahaha....Fallerí, fallera,
en vorið kom í dag.

 

 

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica