Leikskólinn á að vera lifandi staður í stöðugri þróun, þar sem börn og kennarar geta verið í góðu sambandi hvert við annað. 

Við leggjum áherslu á að borin sé virðing fyrir upplifun barnanna, að hlustað sé á þau og þeim sýndur skilningur á bæði jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Börnin eru hvött til þess að nota sín eigin mál þar sem ýtt er undir forvitni, ímyndunarafl, sköpunargleði, skynjun og hugsun. Það felst í því að gefa þeim tækifæri og tíma til að "skynja og uppgötva". Í starfinu með börnunum eru notaðar opnar spurningar, "hvað, hvernig og hvers vegna".

 

Siðareglur kennara

Kennari:

1. Menntar nemendur.
2. Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
3. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
4. Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
5. Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
6. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.
7. Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra.
8. Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
9. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
10. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
12. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.