Sími  4415600 / 8666926

Fréttir

44 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði - 28.3.2019

Þróunarverkefnið okkar ( Baugur, Austurkór, Hörðuvallaskóli, Kór) "Blær brúar bilið" fékk úthlutað peningastyrk úr Sprotasjóði.

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2019-2020. Sjóðnum bárust alls 100 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmar 219 millj. kr. Veittir voru styrkir til 44 verkefna að upphæð rúmlega 57 millj. kr.
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru:

  • Efling íslenskrar tungu
  • Lærdómssamfélag í samvinnu innan eða milli kerfa
  • Færni til framtíðar

Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi milli skólastiga: Verkefni í leikskólum 19, í grunnskólum 54, í framhaldsskólum 10 og þvert á skólastig 17 umsóknir (þar af var 1 umsókn frá leik- grunn- og framhaldsskólastiginu, 13 umsóknir frá leik- og grunnskólastiginu og 3 umsóknir frá grunn- og framhaldsskólastiginu).

Frétt af vef kennarafélagsins.

Sumarlokun 2019 - 5.3.2019

Lokar kl. 13:00, miðvikudaginn 10. júlí og opnar aftur kl. 13:00, fimmtudaginn 8. ágúst.Jólaball foreldrafélagsins - 5.11.2018

2

Haust foreldrafundur - 17.10.2018

Kæru foreldrar

 

Takk fyrir góða mætingu á foreldrafundinn í síðustu viku.

Lesið meira hlekkurinn innheldur punkta frá fundinum.

 

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica