Sími  4415600 / 8666926

Fréttir

Haust foreldrafundur

17.10.2018

Foreldrafundur í leikskólanum Baugi 10.10.2018
Kynning á nýjum leikskólastjóra. Margrét Björk, alltaf kölluð Maggý. Hefur unnið við stjórnun leikskóla í miðborg Reykjavíkur, tók sér fjögurra ára hlé og vann við stjórnun í upplýsingatæknigeiranum. Er leik- og grunnskólakennari með framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnanna og mastersgráðu í stjórnun og forystu með áherslu á mannauðsstjórnun. Væntingar leikskólastjóra til starfsins er að skapa jákvætt samfélag sem einkennist af gleði og samvinnu. 

 
Umfjöllun um leikskólastarfið

-Daglegt starf leikskólans einkennist af stöðugu námi -Skipulagðar stundir þar sem unnið er með ákveðna þroskaþætti

-Vináttuverkefni Barnaheilla sem Baugur er þátttakandi í

-Markviss málörvun fyrir öll börn í gegnum „Lubbi finnur málbeinið“ -Vel er fylgst með þroska barnanna ma. í gegnum TRAS og hljóðkerfisvitundarprófið Hljóm2 er lagt fyrir elstu börn leikskólans.
Áhersluþættir í vetur

-Nýta mannauðinn

-Móta stefnu leikskólans

 -Skapa jákvætt námsumhverfi

-Skapa jákvætt samstarf


Hagnýtar upplýsingar og reglur 

o Merkja fatnað

o Tæma hólf á föstudögum

 o lyf heima

  o Loka hliðinu

 o Drepa á bílnum

o Virða vistunartíma

o Fylgja barninu inn á sína deild

o Tilkynna forföll fyrir  kl. 9:00

o Friðartími á milli  kl. 11:00 og 13:00

 o Sumarleyfi 4 vikur

 o Skipulagsdagar eru 5 á ári

 o Foreldraviðtöl eru

o Alltaf hægt að bóka viðtal við leikskólastjórnendur 

 o Breytingar á vistun barns, senda póst á baugur@kopavogur.is 
 
 

Foreldrasamstarf Samstarf við foreldra er leikskólanum mikilvægt og þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu og opnum samskiptum. Við höfum sameiginleg markmið sem eru almenn vellíðan og þroski barnsins. Daglegar upplýsingar um barnið heima fyrir og í leikskólanum eru mjög nauðsynlegar. Mikilvægt er að láta vita þegar um  breytingar er að ræða á högum barnsins ykkar.


Foreldraráð

-Kjósa skal í foreldraráð ár hvert 

-Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar  og leikskólastjóri

-Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir um skólanámskrá  og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans

-Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár  og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra  fyrir foreldrum

-Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar  breytingar á leikskólastarfi


Foreldrafélag Stjórn foreldrafélags skýrði frá starfsemi sinni.

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann og verða allir foreldrar sjálfkrafa félagar í því. Verkefni foreldrafélagsins er að styðja vel við starfið í leikskólanum. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi foreldrafélagsins.

Gjöld fyrir tímabilið 2018-2019 haldast óbreytt frá fyrra ári:

1 barn 3.000 kr.

2 börn 4.500 kr.

3 eða fleiri 5.500 kr.

Gjöldin eru greidd fyrir hvora önn fyrir sig (haust- og vorönn).
Fundarmenn (foreldrar) gátu að loknum fundi skráð sig í foreldrafélag og foreldraráð

10 manns skráðu sig í foreldraráð (sjá heimasíðu)

 5 manns skráðu sig í foreldrafélag (sjá heimasíðu)Þetta vefsvæði byggir á Eplica