Sími  4415600 / 8666926

Fréttir

Menningardagskrá í haustfríi grunnskólanna

23.10.2015

Harry Potter og viskusteinninn verður sýnd klukkan 11 á mánudag, Harry Potter og leyniklefinn verður sýnd á þriðjudag klukkan 11 og Harry Potter og fanginn frá Azkaban verður sýnd á þriðjudag klukkan 14.00. Boðið verður upp á popp með bíóinu. Þá verða spil fyrir krakka á öllum aldri aðgengileg á safninu.

Gerðarsafn býður upp á ókeypis tveggja daga SKÚLPTÚR námskeið fyrir 8-12 ára krakka. Námskeiðið fer fram í haustfríi skóla Kópavogsbæjar - mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október kl. 13-15. Linn Björklund myndlistarmaður leiðir námskeiðið. Litið verður inn á SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR sýningu Baldurs Geirs og Habbyjar Oskar og rætt um höggmyndir og ólíkar hugmyndir í skúlptúr.

Á listasmiðju verða gerðir skúlptúrar innblásnir af sýningunum og munu skúlptúrarnir breytast á meðan á námskeiðinu stendur. Námskeiðinu lýkur á sýningu á verkunum í Stúdíó Gerður á neðri hæð safnsins. Ókeypis inn - allir velkomnir
Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir hvorn dag og er sniðið að krökkum á aldrinum 8-12 ára. 
Skráning fer fram í gerdarsafn@kopavogur.is.

Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður smásjáin dregin fram dagana 24.-27. október og geta börn og fullorðnir skoðað dýr í smásjánni og fræðst nánar um þau.

Börn og fullorðnir eru hvattir til að nýta haustfríið til heimsóknar í menningarhús Kópavogs sem standa öll í þyrpingu við Hamraborg í Kópavogi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica