Sími  4415600 / 8666926

Fréttir

Vináttu - verkefni Barnaheilla

22.2.2016

Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út af Barnaheillum – Save the Children á Íslandi í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.  Vinátta eða  Fri for mobberi  byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar auk hjálparbangsa fyrir hvert það barn sem mun vinna með verkefnið.

Leikskólar sem vilja nota efnið þurfa að fara á námskeið til að fá leyfi til að nota það og fóru deildarstjórar á eldri gangi og leikskólastjóri á námskeið og fengu námsefnið í kjölfarið.

Foreldrar geta kynnt sér efnið nánar á vefsíðu Barnaheilla hér: http://www.barnaheill.is/Vinatta

og á dönsku vefsíðunni http://www.friformobberi.dk/fl/.Þetta vefsvæði byggir á Eplica