Sími  4415600 / 8666926

Hefðir og hátíðir

Hefðir eru ákveðin menning og tengsl við sögu okkar og fortíð.

Í leikskólanum kynnist barnið ýmsu í menningu samfélagsins, sögu okkar og fortíð. Með tímanum hafa myndast ákveðnar hefðir í leikskólanum sem eru mikilvægur hluti af menningu hans.

Afmæli barnanna. Í leikskólanum er haldið upp á afmæli barnanna enda er þetta stór viðburður í lífi þess. Afmælisbarnið er í aðalhlutverki þennan dag og fær það að velja sér glas og disk og stóllinn við matarborðið er skreyttur.

Afmæli Baugs. Leikskólinn heldur upp á afmælið 3 október ár hvert með því að halda pizza - partý í  hádeginu og allir fá afmælisköku í síðdegishressingu.

Afmæli kópavogs er 11 maí að því tilefni erum við með opið hús í maí.

Bangsadagurinn er haldin í kringum 27 október ár hvert og mega þá börnin koma í náttfötum og með bangsa.

Dagur íslenskra tungu er árlegur viðburður og haldinn í kringum 16 nóvember. Leikskólinn leggur áherslu á sögur, vísur, rím, þulur og lög eftir Íslendinga þennan dag.

Aðventan. Í desember eigum við notalegar og rólegar stundir með börnunum, Jólasöngvar og jólaföndur.

Bakstur, árlega baka börnin Piparkökur til að bjóða foreldrum sínum og gestum á ljósagöngunni.

Ljósaganga. Af tilefni af vígsludegi Baugs þann 6. desember 2007 höldum við ljósagöngu, samsöngur í garðinum fyrir gönguna og svo gengið i kringum leikskólann. Foreldrar og aðrir gestir velkomnir. Bjóðum svo gestum inn í Piparkökur og Kakó. Lýsum upp skammdegið og höfum gaman saman.

Jólaball foreldrafélagsins. Jólaballið er haldið í sal Hörðuvallaskóla á laugardegi í desember. Boðið er upp á smákökur, jólasveinar og félagar kíkja í heimsókn.

Jólasamvera. Þennan dag höfum við það extra kósí, hittast í sal/turninum okkar og hlustum á jólasögu og jólalög, ef stemmning myndast þá er dansað í kringum jólatréð. Í hádeginu gæðum við okkur á hátíðarmat. Börnin mega koma í fínum fötum ef vilja

Þorrablót er haldið í byrjun Þorra. Börnin fá að kynnast gömlum hlutum, læra þorralög og borða þorramat.

Dagur leikskólans er haldin í kringum 6 febrúar. Þessi dagur er hugsaður sem kynning á skólastarfi leikskólans.

Bolludagur. Fiski/kjötbollur í hádeginu og svo er boðið er upp á rjómabollur í síðdegishressingu.

Sprengidagur. Saltkjöt og baunir, túkall........

Öskudagsball. Allir mega mæta í furðufötum þennan dag. Öskudagsball er í salnum/turninum og kötturinn sleginn úr tunnunni á deildum. Í hádeginu er boðið upp á pylsur.

Bóndadagskaffi á Bóndadaginn. Þennan dag er öllum feðrum, öfum og bræðrum boðið í síðdegishressingu.

Konudagskaffi í kringum Konudaginn. Þennan dag er öllum mæðrum, ömmum og systrum boðið í síðdegishressingu.

Útskriftarferð elstu barnanna. Elstu börnin fara með kennurum sínum í dagsferð með nesti.

Útskrift elstu barnanna. Útskriftin er haldin hátíðlega í sal Hörðuvallaskóla. Foreldrar og aðrir gestir velkomnir. Foreldrar koma með góðgæti á hlaðborð sem gestir gæða sér á að athöfn lokinni.

Sveitaferð foreldrafélagsins, er haldin árlega í maí/júní á laugardegi.

Guðmundarlundur, tveir elstu árgangarni fara í júní í Guðmundarlund, fara í leiki og skoða svæðið. Grillað og haft gaman.

Sumarhátíð leikskólans er haldin í júní í samvinnu við foreldrafélag skólans, skemmtiatrið, hoppukastalar, grillað og fl.

Allar þessar uppákomur eru á skóladagatalinu okkar og auglýstar á heimasíðunni okkar undir atburðadagatalinu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica