Sími  4415600 / 8666926

Faglegt starf

Leikskólinn

Leikskólinn á að vera lifandi staður í stöðugri þróun, þar sem börn og kennarar geta verið í góðu sambandi hvert við annað. Í Baugi er starfað eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Norður Ítalíu. Loris Malaguzzi var kennari og sálfræðingur að mennt og lagði grunninn að hugmyndafræði Reggio Emilia. Malaguzzi taldi nám eiga að vera ánægjulega reynslu þar sem börn tækju virkan þátt í að afla, fanga og túlka.

Við leggjum áherslu á að borin sé virðing fyrir upplifun barnanna, að hlustað sé á þau og þeim sýndur skilningur á bæði jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Börnin eru hvött til þess að nota sín eigin mál þar sem ýtt er undir forvitni, ímyndunarafl, sköpunargleði, skynjun og hugsun. Það felst í því að gefa þeim tækifæri og tíma til að "skynja og uppgötva". Í starfinu með börnunum eru notaðar opnar spurningar, "hvað, hvernig og hvers vegna".
Þetta vefsvæði byggir á Eplica