Sími  4415600 / 8666926

Numicon

Numicon stærðfræðikubbar

Nýtt hjálparefni í stærðfræði er að ryðja sér til rúms í  íslenskum leik- og grunnskólum og heitir það Numicon. Efnið er hannað í Bretlandi og hefur verið þýtt á nokkur tungumál. Numicon eru  stærðfræðikubbar fyrir ung börn og seinfæra nemendur. Þessir kubbar auðvelda nemendum námið þar sem þau læra um tölur og stærðir í leik með áþreifanlegum viðfangsefnum og með sjónrænum hætti. Kubbarnir eru hannaðir með það í huga:

• að börn geti handleikið, rannsakað, tekið eftir og kannað ólíkar fyrirmyndir og mynstur,
•  að kenna börnum á markvissan hátt að tölur eru "meira" eða "minna" en aðrar tölur,
• að börn læri að sjá tölur sem heildir, 
• að hjálpa börnum að "sjá" magn og koma því yfir í þekkjanleg mynstur,
• að ýta undir skilning barna á talnagildum og að "sjá" tengslin á milli talna.

Börn þróa grunnskilning á tölum í gegnum ýmiss konar talningarvinnu. Mikilvægt er að börn hugsi um tölur sem eina heild en ekki sem upptalningarferli. Einnig er mikilvægt að börn geri sér grein fyrir tengslunum milli einum meira og næstu tölu og skilji það kerfi sem býr að baki talna. Með Numicon er hægt að vinna markvisst að því að efla skilning barna á þessum tengslum þar sem hönnun Numicon sýnir vel hvernig hver tala tengist öðrum tölum t.d. með því að láta sex líta út eins og að hún sé einum minni en sjö, einum meiri en fimm og jafngildi tveimur þristum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica