Sími  4415600 / 8666926

Þróunarverkefni - Upplifun og ævintýri - Læsi og samskipti

Þróunarverkefni

Upplifun og ævintýri - Læsi og samskipti

Börn eru félagsverur sem hafa ríka þörf fyrir samskipti við aðra. Þau hafa m.a. þörf fyrir að spyrja spurninga, skiptast á skoðunum og ræða hugmyndir sínar, tilfinningar og líðan. Börn nota ýmsar leiðir til að tjá sig og eiga samskipti við aðra. Auk tungumálsins nota þau til dæmis ýmiss konar hljóð, snertingu, látbragð og leikræna tjáningu, tónlist, myndmál og dans. Í gefandi samskiptum og leiks eykst félagsfærni og sjálfsmynd styrkist. Læsi í víðum skilningi þess orðs er mikilvægur þáttur samskipta. Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt. 

Í leikskóla ber að skapa aðstæður svo börn fái ríkuleg tækifæri til að:

 • Eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti í barnahópnum,

 • Endurskapa upplifun sína og reynslu í leik og skapandi starfi

 • Tjá sig með fjölbreyttum hætti og ólíkum efniviði,

 • Kynnast tungumálinu og möguleikum þess,

 • Njóta þess að hlusta á og semja sögur, ljóð, þulur og ævintýri

 • Þróa læsi í víðum skilningi,

 • Öðlast skilning á að ritað mál og tákn hafi merkingu,

 • Deila skoðunum sínum og hugmyndum

 • Nýta ólíkar leiðir og margvíslega tækni til að nálgast upplýsingar og setja fram hugmyndir sínar,

 • Velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu og menningu annarra þjóða.

Börnin læra í gegnum leik og samskipti og þróa með því læsi í víðum skilningi. Með þjálfun í samskiptum æfast börnin í að tjá sig með fjölbreyttum hætti og kynnast tungumálinu og möguleikum þess, auk þess sem þau verða læs á tilfinningar sínar og annarra.

Í útiveru og vettvangsferðum læra börnin að lesa í umhverfi sitt og með því verða þau læs á mismunandi aðstæður. Þau fara að þekkja margvísleg tákn í umhverfinu og samfélaginu og tjá upplifun sína og skoðanir á fjölbreyttan hátt. Útivistin býður upp á mörg tækifæri til samskipta og leiks sem eykur félagsfærni og styrkir sjálfsmynd.

Í leikskólanum hlusta börnin á og semja sögur, ljóð, þulur, leikrit og ævintýri og öðlast skilning á því að ritað mál og tákn hafi merkingu. Í daglegu starfi í leikskólanum eru börnin stöðugt að æfa jafnrétti og lýðræði. Þau þurfa að deila bæði hlutum og svæðum og þarfir þeirra eru mismunandi. Það þarf því að leysa úr ágreiningi á lýðræðislegan hátt á hverjum degi. Með auknum þroska stjórna börnin sífellt meiru hvað varðar efnivið í leik. Þau stjórna leiknum og þegar þau biðja um meiri efnivið hafa þau yfirleitt hugsað leikinn áfram og vita til hvers þau þurfa það sem þau biðja um. Oft reynir á lýðræðið þar sem börn og fullorðnir vinna saman en markmiðið er lýðræði þar sem allir geta verið virkir þátttakendur. Daglegar athafnir eru auðvitað æfingar í lýðræði, börnin þurfa að deila bæði hlutum og svæðum og þarfir þeirra eru mismunandi. Það þarf því að leysa úr ágreiningi á lýðræðislegan hátt á hverjum degi.

 

Verkefnið okkar:

Upplifun og ævintýri - Læsi og samskipti

Markmið:

Fara í vettvangsferðir í Kópavogi og vinna í stöðvavinnu út frá ferðunum.

Gera leikskólann okkar sýnilegri út á við, fyrir foreldra og aðra bæjarbúa.

Einnig teljum við að þetta verkefni hjálpi okkur til að halda áfram að þróa okkur í Reggio Emilia hugmyndafræðinni og uppeldisfræðilegum skráningum.

Munum við vinna með þema leikskólans sem koma fram í Starfsáætlun Baugs.

 • Eins og tveggja ára börnin með þemað ,,ég sjálf/ur”, áhersla lögð á þau sjálf, skynjun, leikskólann og umhverfi hans.

 • Þriggja og fjögra ára börnin með þemað ,,ég sjálf/ur”, fjölskyldan og nánasta umhverfi.  

 • Fimm ára börnin með þemað ,,ég sjálf/ur”,  fjölskyldan, umhverfið og samfélagið.

Framkvæmd:

Fara í stuttar og langar vettvangsferðir. Unnið úr vettvangsferðunum í stöðvavinnu.

Taka ljósmyndir af öllu ferlinu og gera skráningar bæði í máli og myndum.

Skila inn til verkefnastjóra skráningum og ljósmyndum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica