Sími  4415600 / 8666926

Þróunarverkefni - Upplifun og ævintýri - Sjálfbærni og vísindi

Þróunarverkefni leikskóla í Kópavogi

Sjálfbærni og vísindi


Á skólaárinu 2014 – 2015 munu leikskólar í Kópavogi vinna að sameiginlegu þróunarverkefni undir yfirskriftinni Sjálfbærni og vísindi.  Verkefnið er samvinnuverkefni 19 leikskóla og yfirverkefnastjóri er Gerður Guðmundsdóttir frá Menntasviði Kópavogs, leikskóladeild. Verkefnið fór af stað síðastliðið vor og verður unnið á komandi vetri.

Markmið verkefnis;

 • Er að auka áhuga og skilning leikskólabarna á sjálfbærni, í hverju hún felst og hvernig þau geti átt þátt í eða haft áhrif á að bæta það umhverfi sem þau búa í.

 • Er að efla forvitni og áhuga á töfraheimi vísindanna og því sem leynist í eiginleikum ýmissa efna og hluta.

 • Er að auka hæfni og þekkingu starfsmanna á viðfangsefninu og styrkja þá í starfi sínu með börnunum.

Hver leikskóli fyrir sig hefur ákveðið hvaða verkefni hann ætlar að leggja áherslu á og er einn til tveir verkefnastjórar í hverjum leikskóla sem helda utan um verkefnið og bera ábyrgð á vinnslu þess. Auk þess móta verkefnstjórar framgang verkefnis í samvinnu við annað starfsfólk leikskólans.

Misjafnt er hvað leikskólarnir taka fyrir, en verkefnin eru mörg og misjöfn og mjög áhugaverð.

Lögð verður áhersla meðal annars á:

Nærumhverfið, útikennslu, moltugerð, stjörnur og himintungl, Fossvogsdalinn, Elliðavatn og náttúru þess, Borgarholtið, vísindi í allri sinni fjölbreytni og fjöruna svo eitthvað sé nefnt.

 

Að verkefninu loknu verður gefin út skýrsla með niðurstöðum frá vinnu leikskólanna og einnig verður kynning á verkefnunum sem unnin hafa verið.


Verkefnið okkar - Upplifun og ævintýri

Verkefnastjórar yfir verkefninu eru Gerður deildarstjóri á Foss og Gugga aðstoðarleikskólastjóri.  

Deildarstjórar deildanna eru ábyrgðaraðilar fyrir sína deild en allir starfsmenn sjá um framkvæmd.

 

Markmið:

Fara í vettvangsferðir í Kópavogi og vinna í stöðvavinnu út frá ferðunum.

Gera leikskólann okkar sýnilegri út á við, fyrir foreldra og aðra bæjarbúa.

Einnig teljum við að þetta verkefni hjálpi okkur til að halda áfram að þróa okkur í Reggio Emilia hugmyndafræðinni og uppeldisfræðilegum skráningum.

Munum við vinna með þema leikskólans sem koma fram í Starfsáætlun Baugs.

 • Eins og tveggja ára börnin með þemað ,,ég sjálf/ur”, áhersla lögð á þau sjálf, skynjun, leikskólann og umhverfi hans.

 • Þriggja og fjögra ára börnin með þemað ,,ég sjálf/ur”, fjölskyldan og nánasta umhverfi.  

 • Fimm ára börnin með þemað ,,ég sjálf/ur”,  fjölskyldan, umhverfið og samfélagið.

Framkvæmd:

Fara í stuttar og langar vettvangsferðir. Unnið úr vettvangsferðunum í stöðvavinnu.

Taka ljósmyndir af öllu ferlinu og gera skráningar bæði í máli og myndum.

Skila inn til verkefnastjóra skráningum og ljósmyndum. Sjá nánar í framkvæmd að neðan.


Haust önn

Fimm ára börnin eru með þemað ,,ég sjálf/ur”,  fjölskyldan, umhverfið og samfélagið.

Framkvæmd

·         Hugarkort gert með barnahópnum, hvað vita þau um Kópavog?

·         Vettvangsferðir um Kópavog, einu sinni í viku

·         Stöðvavinna, unnið úr ferðunum

·         Skráningar, hver kennari skráir og safnar gögnum með sínum barnahóp

·         Skráningar bæði í máli og myndum, fara í skýrslu og á heimasíðu

·         Skáningar, skila til verkefnastjóra í fyrstu viku í hverjum mánuði, skila þarf skráningu í máli og myndum c.a. 1 -2 blöð á hvert verkefni + 10 ljósmyndir yfir mánuðinn (setja inn á skrifstofuflakkara undir Þróunarverkefni þín deild)

·         Fundir með deildarstjórum og verkefnastjóra einu sinni í mánuði, stöðvavinna rædd og skráningar ígrundaðarÞriggja og fjögra ára börnin eru með þemað ,,ég sjálf/ur”, fjölskyldan og nánasta umhverfi.
Framkvæmd

·         Hugarkort gert með barnahópnum, hvað vita þau um Kópavog?

·         Vettvangsferðir um Kópavog, hálfsmánaðarlega

·         Stöðvavinna, unnið úr ferðunum

·         Skráningar, hver kennari skráir og safnar gögnum með sínum barnahóp

·         Skráningar bæði í máli og myndum, fara í skýrslu og á heimasíðu

·         Skáningar, skila til verkefnastjóra í fyrstu viku í hverjum mánuði, skila þarf skráningu í máli og myndum c.a. 1 -2 blöð á hvert verkefni + 10 ljósmyndir yfir mánuðinn (setja inn á skrifstofuflakkara undir Þróunarverkefni þín deild)

·         Fundir með deildarstjórum og verkefnastjóra einu sinni í mánuði, stöðvavinna rædd og skráningar ígrundaðarEins og tveggja ára börnin eru með þemað ,,ég sjálf/ur”, áhersla lögð á þau sjálf, skynjun, leikskólann og umhverfi hans.         


Framkvæmd

 • Umræður um Kópavog, hvar á ég heima? Og umhverfið okkar

 • Vettvangsferðir um Kópavog,  hálfsmánaðarlega

 • Stöðvavinna, unnið úr ferðunum

 • Skráningar, hver kennari skráir og safnar gögnum með sínum barnahóp

 • Skráningar bæði í máli og myndum, fara í skýrslu og á heimasíðu

 • Skáningar, skila til verkefnastjóra í fyrstu viku í hverjum mánuði, skila þarf skráningu í máli og myndum c.a. 1 -2 blöð á hvert verkefni + 10 ljósmyndir yfir mánuðinn (setja inn á skrifstofuflakkara undir Þróunarverkefni þín deild)

 • Fundir með deildarstjórum og verkefnastjóra einu sinni í mánuði, stöðvavinna rædd og skráningar ígrundaðar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica