Sími  4415600 / 8402672

Forsíðumynd 15

Forsíðumynd 14

Forsíðumynd 13

Forsíðumynd 12

Forsíðumynd 11

forsíðumynd 10

forsíðumynd 9

forsíðumynd 8

forsíðumynd 7

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Baugur 9 ára - 3.10.2016

Samsöngur í útiveru af því tilefni.

Leikfangadagur - 26.9.2016

Á morgun þriðjudag 27. september

Börnin mega koma með leikfang að heiman.

MUNIÐ AÐ MERKJA LEIKFÖNGIN.

Vegna plássleysis getum við því miður ekki tekið á móti mjög stórum hlutum s.s. bílabrautum, dúkkuhúsum og     dúkkuvögnum.

Með því að halda leikfangadag gefst tækifæri til þess að æfa sig í að vera vinur og skiptast á, með því að lána öðrum sitt leikfang og biðja aðra um að lána sér. 

Aðlögun - 13.9.2016


Vinsamlegast athugið - 30.8.2016


Þegar þið sækið börnin ykkar úti, finnið þá starfsmann deildarinnar og kvittið fyrir því að þið séuð búin að sækja barnið.

 

Því miður hefur það komið fyrir að börn eru sótt í útiveru og enginn starfsmaður látinn vita.

 

Hefur það skapað óvissuástand hér í leikskólanum og hafa starfsmenn orðið mjög hræddir um börnin


Vinsamlegast virðið þetta og kvittið í kladda deildarinnar.

Einkunarorð - 29.8.2016


Einkunnarorð Baugs eru, skynjun – uppgötvun – þekking.

Skynjun

Með áherslu á þjálfun skynfæranna eykst sjálfsvitund barna og trú þeirra á eigin getu. Þau geta frekar tjáð innri upplifun sína ef þau fá að prófa og skynja. Börnin fá tækifæri til að handfjatla hluti, kanna, prufa og gera tilraunir með þá, misheppnast og reyna aftur. Svæði sem gefa bæði kennurum og börnum tækifæri til að upplifa, rannsaka og gera tilraunir er grundvöllur náms og áhersla er lögð á fjölbreytt svæði innan leikskólans. Umhverfi leikskólans er einnig nýtt í nám barna og er náttúran endalaus uppspretta skynjunar og leikja.


Uppgötvun

Til að vekja börn til umhugsunar þarf að spyrja þau ótal spurninga og er lögð áhersla á að nota opnar spurningar, "hvað, hvernig og hvers vegna". Börnin öðlast reynslu með uppgötvun í leik án þess að starfsmenn gefi þeim lausnir. Endapunkturinn skiptir ekki máli heldur lærdómurinn sem börnin öðlast á leiðinni þangað. Upplifun barnanna er viðurkennd og opnar þeim frjálsa leið til náms, án þess að lögð er á hana dómur.

 

Þekking

Áhersla er lögð á að opna börnunum frjálsa leið til náms og þekkingar. Ný þekking leiðir til aukinnar þekkingar, því það sem börnin sjá og hugsa leiðir þau áfram til enn nýrri þekkingar. Hlustað er á börnin og starfsmenn gefa börnunum ekki þekkingu heldur hjálpa þeim við að byggja upp sína eigin.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Menningarvika 17.10.2016 - 21.10.2016

Þessa vikuna ætlum við að skoða og fræðast saman um mismunandi menningu.

Á matseðlinum okkar þessa vikuna verður matur frá mismunand löndum þar sem nokkur börn og starfsmenn eiga rætur sínar að rekja til annarra landa. Gaman verður að smakka mat frá öðrum menningarheimum.  

 

Bangsadagur 27.10.2016

Bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur 27. október ár hvert en það var fæðingardagur Theodore Roosevelt, fyrrverandi bandaríkjaforseta, sem gjarnan var kallaður Teddy sem er enska orðið yfir bangsa.

Við höfum haldið þennan dag hátíðlegan hér í leikskólanum með því að hafa kósí - náttfatadag, allir mæta í náttfötum með bangsa.  

 

Furðufatadagur 31.10.2016

Í dag mega allir mæta í furðufötum, búningum eða náttfötum um að gera láta ímyndunaraflið ráða för.


 

Fleiri atburðir