Úthlutun 2023

Úthlutun vegna barna fædd árið 2021 og eldri í leikskólum Kópavogs hefst um miðjan mars. Gert er ráð fyrir því að seinni hluti úthlutunar fari fram í maí. Í seinni hluta úthlutunar verður farið yfir nýjar umsóknir og flutningsumsóknir sem berast eftir 15. mars og umsóknir barna fædd árið 2022.
Fyrra úthlutunartímabilið stendur yfir í um það bil þrjár vikur og fá foreldrar úthlutunarbréf rafrænt á meðan á því stendur.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu mörg börn fædd árið 2022 fá úthlutað fyrir haustið 2023. Nánari upplýsingar um úthlutun vegna barna fædd árið 2022 verða veittar þegar líður nær seinni hluta úthlutunar.
Kópavogsbær rekur 19 leikskóla en að auki eru tveir einkareknir og einn þjónusturekinn leikskóli í bænum. 
Sótt er um leikskólapláss í þjónustugátt Kópavogsbæjar