Leikskólinn Baugur er átta deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára og geta 143 börn dvalið í skólanum samtímis í 4 - 9 klukkustundir. Heildarrými leikskólans 1050,7m² eða 6,9m² á hvert barn,  leikrými: 538m² sem gerir 3,5m²  á barn.

 Leikskólinn skiptist í þrennt, tveir gangar með þremur deildum hvor og lausar stofur með tveimur deildum. Á yngri gangi eru deildarnar, Lundur, Brekka og Klettur. Á eldri gangi eru deildarnar, Mýri, Foss og Tjörn. Í lausu stofunum sem við köllum Skóg eru Hlíð og Rjóður. Baugur er opinn leikskóli, þ.e. að deildirnar eru ekki mjög stórar, en stór svæði skólans eru samnýtt af öllum deildum, s.s. hreyfisalur, listasmiðjur, bókasafn o.fl. Í miðju hússins er matsalur sem er nýttur af öllum deildum leikskólans, einnig er borðað inn á deildum á yngri gangi.

  Leikskólinn er staðsettur í Kórahverfi í Kópavogi þar sem stutt er í útivistarsvæðið í Leirdalnum, Heiðmörkina og aðrar náttúruperlur. Leikskólinn er einnig með afnot af útisvæði sem heitir Magnúsarlundur. Magnúsarlundur er svæði sem nýtist vel til útináms.Lundurinn er nefndur eftir Magnúsi Sigmundssyni sem átti hluta umræddrar lóðar á árum áður og notaði hana undir sumarbústað sinn. Svæðið er mjög fjölbreytt með gömlum greni-og furulundum, lautum og móum. Magnúsarlundur er samnýttur af Hörðuvallaskóla og leikskólunum Baugi, Kór og Aðalþingi.

 

https://vimeo.com/343263267