Í Baugi starfa milli 50 og 60 manns sem sameinast á hverjum degi um það að hafa gaman. Gleði er að okkar mati lykillinn að starfsánægju. Við höfum gert með okkur sáttmála sem stuðlar að vellíðan starfsfólks en skýr, skilvirk, hlý og jákvæð samskipti eru þar í forgrunni. Samskiptasáttmáli Baugs

Baugur telst vera nokkuð stór leikskóli sem í okkar huga er einn af okkar mörgu kostum. Mannauðurinn er mikill, með ólíkum einstaklingum með mismunandi styrkleika. Lögð er áhersla á að þeir sem eftir því sækjast fái ábyrgð og verkefni við hæfi en í Baugi eru allir mikilvægir sama hvaða hlutverki þeir gegna. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Samvinna og metnaður til að gera vel sameinar okkur alla daga og skapar okkar frábæru liðsheild!

Svona erum við