Deildir leikskólans eru átta. Leikskólinn skiptist í þrennt, tveir gangar með þremur deildum hvor og lausar stofur með tveimur deildum, Litli Baugur. 

  • Á yngri gangi eru deildarnar, Lundur, Brekka og Klettur. 
  • Á eldri gangi eru deildarnar, Mýri, Foss og Tjörn. 
  • Í litla Baug eru Hlíð og Rjóður.

Baugur er opinn leikskóli, þ.e. að deildirnar eru ekki mjög stórar, en stór svæði skólans eru samnýtt af öllum deildum, s.s. hreyfisalur, listasmiðjur, bókasafn o.fl. Í miðju hússins er matsalur sem er nýttur af sex deildum leikskólans, á Hlíð og Rjóðri er borðað inni á deildunum.