Sími  4415600 / 8666926

Starfsfólk

Starfsmannastefna Baugs

 

Lögð er áhersla á að við séum góð fyrirmynd í allri framkomu gagnvart öðrum og að hér ríki gott andrúmsloft, starfsfólki líði vel og hafi jákvætt viðhorf til starfsins í heild sinni. Við leitumst við að hafa gott upplýsingarstreymi, skýrar vinnureglur og hvetjum kennara til að sýna ábyrgð, frumkvæði og að þeir láti ljós sitt skína.

Samvinna og samstarf starfsmanna er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu. Starfsgleði og virðing fyrir sjálfum sér, börnunum og uppeldisstarfinu er grundvöllur þess að ná árangri í starfi leikskólans. Mikilvægt er að við vinnum eftir ákvörðunum og framfylgjum þeim. Nýir starfsmenn eru hvattir til að kynna sér starfshætti leikskólans.

Við viljum skapa starfsanda og starfsumhverfi sem er opið og þar sem skoðanaskipti geta átt sér stað. Við komum fram af virðingu hvort við annað og hrósum fyrir það sem vel er gert, erum með málefnalega gagnrýni og erum sjálf opin fyrir leiðsögn. Hver einstakling­ur er metinn út frá hæfileikum sínum og litið er á margbreytileika sem sjálfsagðan hlut og að það sé kostur. Með því að virkja jákvæða eiginleika og viðhorf verðum við góðar fyrirmyndir. Við treystum hvort öðru til að bera ábyrgð á  eigin starfi og gætum þagmælsku um mál sem lúta að börnunum, starfsmönnum og aðstæðum þeirra. 

Starfsmannastefna Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is/media/images/Starfsmannastefna.pdf


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica