Sími  4415600 / 8666926

Mýri

Mýri

Síminn á Mýri er 4415614


Janúar

Við tókum þessa fyrstu viku ársins í rólegheitum. Það er erfitt fyrir marga að koma úr fríi og tekur smá  tíma að koma sér aftur í fyrri rútínu.

Í næstu viku byrjum við aftur af krafti með Lubbastundirnar okkar, stöðvavinnu og annað í dagskipulaginu okkar.

Í ár eins og áður leggur Kópavogur áherslu á að efla læsi barna  og við á leiskskólanum Baugi höfum verið með í því. Til þess að efla enn frekar undir lesturinn hjá okkur ætlum við að vera með nýjan lið í dagskipulaginu okkar og byrja núna strax í janúar að búa okkur til bókaorm. Hvor hópur fyrir sig mun taka eina bók fyrir á viku þar sem sama bókin er lesin alla vikuna á mismunandi máta t.d. lesin staf fyrir stað, lesin með að skoða myndir, samræðulestur og jafnvel tökum við einhverja bókina fyrir og setjum upp smá leikþátt.  Hvor hópur fyrir sig mun hafa sinn bókaorm þar sem lítill búkur bætist við með hverri bók. Við munum hafa það þannig að sitthvor bókin er lesin fyrir hópana og skiptum við um bók að viku liðinni, þannig að á 2 vikum munu báðir hóparnir hafa lesið sömu bækurnar.


Bestu kveðjur frá okkur á Mýri, Elna

Ágúst

Aðlögun á milli deilda og nýrra barna hefur gengið vel. Einhver hlaupa inn til okkar meðan önnur þurfa lengri tíma til að aðlagast nýrri deild og okkur starfsfólkinu, allt er þetta eðlilegt og við gefum okkur þann tíma sem hver og einn þarf. Barnahópurinn er frábær og hlakkar okkur mikið til að vinna með þeim þetta skólaárið.

Starfsfólk - Elna Ósk deildastjóri, Freyja, Anna, Þóra Birna og Helena. Helena byrjar hjá okkur á Mýri 29.ágúst nk.

Hópaskipting – Búið er að skipta barnahópnum á Mýrir í 4 hópa: Krókódíla-, Ljóna-, Dreka- og Gíraffahóp. Hópaskiptinguna er hægt að sjá við upplýsingatöfluna við Mýri. Við erum með stóran barnahóp og því gott að geta skipt okkur upp í minni hópa yfir daginn.

Fataherbergi

Aukaföt – Sú nýbreytni er þetta skólaárið að leikskólinn mun ekki vera með nein aukaföt til láns. Það er því á ykkar ábyrgð að vera alltaf með aukaföt til skiptanna og góðan útifatnað sem hæfir öllum veðrum fyrir börnin ykkar. Við munum hringja heim ef barninu ykkar vantar eitthvað þann daginn og biðja ykkur um að koma því til okkar.

Framan á hólfin eru komnar hólfamerkingar með mynd af barni, upplýsingum og skýji.  Skýið er hugsað til þess að við getum komið upplýsingum til ykkar. Ef búið er að setja mynd af plástri á upplýsingaskýið merkir það að barnið hafi meitt sig lítilsháttar þann daginn. Að sjálfsögðu hringjum við í ykkur foreldra í þeim tilvikum sem þörf er  á.

Þurrkskápur

Blaut föt eru send heim eða sett í þurrkskáp merktan Mýri í fataherberginu. Innan á hurðinni í þurrkskápnum verður nafnalisti barnanna ásamt tölustaf fyrir hvert barn. Við munum reyna að hengja blautan fatnað barnanna á stöng merkta þeirra tölustaf í þurrkskápnum ( þetta er ekki komið upp en mun koma á næstu dögum).

Vatnsbrúsar

Ykkur er velkomið að koma með brúsa í leikskólann fyrir ykkar barn. Leikskólinn sér ekki um þrif á brúsunum.

Leikföng – ekki er leyfilegt að koma með leikföng að heiman. Við erum með þrjá leikfangadaga yfir skólaárið, einn þeirra er útileikfangadagur,  þá mega börnin koma með eitt leikfang að heiman. Þessir dagar eru auglýstir sérstaklega.  Að sjálfsögðu eru kúrubangsarnir fyrir hvíldina leyfðir.

Veikindi og frí– veikindi skal tilkynna fyrir kl 9.00 hvern veikindadag. Það er gott fyrir okkur og eldhúsið að vita fjölda barna þann daginn þegar við erum að skipuleggja daginn.

Bestu kveðjur, Elna


Mars 2016

Vinátta – verkefni  Barnaheilla

Bangsinn vinur okkar Blær á marga vini sem komu til okkar í byrjun mars.

Í einum göngutúrnum okkar hittum við einn hjálparbangsann sem hafði orðið viðskila við vini sína sem allir voru að reyna að komast til okkar í leikskólann. Við aðstoðuðum hann við að finna vini sína og eru þeir allir hjá okkur á Mýri núna. Börnin fengu hver sinn bangsa sem þau eiga hér í leikskólanum sem að við tökum fram þegar við vinnum með verkefnið og eftir þörfum. Bangsana fá börnin að taka heim og eiga þegar þau hætta í leikskólanum. Allir velja nafn á sinn bangsa, við erum að útbúa heimili fyrir þá úr mjólkurfernunum sem börnin komu með. Þetta er mjög skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem gaman er að vinna með börnunum ykkar.

Páskaföndur var töluvert í marsmánuði, börnin völdu sjálf hvað þau vildu gera úr fjölda verkefna sem voru í boði því var misjafnt hversu mörg verkefni þau komu með heim.

Í samverustundum leggjum við mikla áherslu á

Rím: hús – mús - lús

Samstöfur (klappa takt orða):  leik- skó-li

Hljóðtenging (finna út orð sem er hljóðað hægt):  m-ú- s

Orðhlutaeyðing (að finna hvaða orð verður eftir ef hluti þess er numinn á brott): 

leikskóli  - leikur = skóli

Samsett orð ( að finna hvaða orð verður til úr tveimur orðum): leikur + skóli= leikskóli

Margræð orð (að finna tvær myndir af sama orði): Skúr = regnskúr/bílskúr

Þessi atriði munum við leggja áherslu á áfram út vorönnina.

Framundan í apríl

1.apríl                   Blár dagur

21.apríl                 Sumardagurinn fyrsti

2 vettvangsferðir í nærumhverfi okkar.

Góðan og gleðilegan apríl mánuð, Elna á Mýri


Febrúar 2016

Í febrúar settum við upp sýningu í anddyrinu í Salalaug í tilefni af Degi leikskólans sem var 6.febrúar. sl. Við fórum í vettvangsferð (í strætó) í  lok febrúar að skoða okkar verk  og annarra á sýningunni, tókum það niður í leiðinni og komum með það ,,heim“ í leikskólann. Verkið okkar:  Vinátta, hangir nú uppi á vegg við deildina okkar Mýri.

Öskudagur heppnaðist vel hjá okkur þar sem allir mættu í furðufötum, slógum köttinn úr tunnunni, dönsuðum á öskudagsballi og borðuðum pylsur í hádegismat.

Takk fyrir komuna dömur í dömukaffi  til okkar. Börnin höfðu útbúið kort til mömmu/ömmu og afhentu í kaffinu ásamt kringlóttu blómi sem þau höfðu klippt út og skreytt.

Vinátta – verkefnið okkar frá Barnaheill .

Börnin fengu bréf frá bangsanum Blæ, alla leið frá Ástarlíu þar sem bangsinn Blær tilkynnti komu sína. Mikil spenna var fyrir komu hans og því gaman að taka á móti honum hingað til okkar í leikskólann. Við erum byrjuð að vinna með Blæ, börnin eru mjög áhugasöm og því spennandi vinna framundan með þetta verkefni.

Í þessari viku eða næstu munu hjáparbangsar Blæs mæta í leikskólann. Börnin vita að þeir munu koma fljótlega en vita ekki að hvert þeirra fær einn hjálparbangsa til þessa að nota hér í leikskólanum. Það fá þau að vita þegar bangsarnir mæta. Þá munum við útbúa hús fyrir hvern og einn bangsa og langar mig því að biðja ykkur um að koma með tóma 1 lítirs mjólkurfernu fyrir ykkar barn sem við komum til með að nota í það verkefni.

Framundan í mars

Páskaföndur

8. mars                 Skipulagsdagur – leikskólinn lokaður.

15. mars              Skólaheimsókn í Hörðuvallaskóla – jarðaberjahópur.

23.mars               Gulur dagur – gaman ef börnin skreyta sig/ klæðast einhverju gulu.

29.mars               Skólaheimsókn, skólinn skoðaður -  Súkkulaðihópur

30.mars               Skólaheimsókn, skólinn skoðaður - Jarðaberjahópur


2015

Viðburðaríkar vikur tvær eru liðnar, m.a. var sumarhátíð í rigningu og roki :) og hjóladagur. Í næstu viku, 25. júní ætlum við (tveir elstu árgangar leikskólans) að ganga upp í Guðmundarlund og hafa gaman þar. Svo styttist í sumarlokun (10. júlí), okkur langar nú að reyna fara a.m.k. tvær vettvangsferðir þarna í síðustu tveimur vikunum, hugmyndin var að taka strætó upp á Náttúrustofu Kópavogs og/eða upp að Kópavogstjörn. Segjum nánar frá því síðar. 

Von er á nýjum myndum á myndasíðuna eftir helgi, m.a. af börnunum skoða kóngulær og vefi, mikill áhugi hefur verið á kóngulóm, við höfum verið að syngja um þær og börnin eru byrjuð á að búa til sína eigin kónguló..

Bestu kveðjur

kennarar á Mýri

29. apríl

Mikið er nú búið að vera gaman í dag og í gær úti að leika í sól, börnunum á Mýri fannst æði að geta bara farið í úlpunni út eftir drekkutíman í gær :) Það er nóg að gera hjá okkur á Mýri, við erum búin að vera læra um heimsálfurnar, þar sem töluverður áhugi kviknaði hjá börnunum við að syngja lagið um heimsálfurnar. Við erum búin að syngja það mikið í samverustundum eftir áramót. Svo höfum við verið að ganga að heimilum barnanna, og erum næstum búin að ganga til allra. Svo þemað þessa dagana er eiginlega nærumhverfið, hverfið okkar og bærinn okkar, ásamt því að læra um heiminn allan sem við tilheyrum. Endilega skoðið myndirnar á myndasíðunni...

Sumarkveðja ;)

Bogga, Erla, Sara, Unnur og Þóra Birna


16. desember

Hjá okkur á Mýri er mikil Jólastemmning, við m.a. syngjum jólalög í samverustundum, vinnum að jólagjöf fyrir foreldrana og föndrum jólaskraut. Við förum auðvitað líka út að leika þó það sé reyndar búið að vera mjög kalt og svo reynum við að hafa bara notalega og rólega stemmningu inn á deild, ekkert stress ;) Það eru komnar nýjar myndir hér :)

Jólakveðja

Bogga Ösp, Palli, Erla, Saadet og Unnur 

14. nóvember

NÓVEMBERMYNDIR

30. október

Tíminn líður hratt hér á Mýri enda líf og fjör. Við erum búin að bralla ýmislegt, m.a. vinna með pappírsmassa, æfa okkur að klippa og líma. Einnig eru börnin orðin mjög dugleg að byggja úr einingakubbunum. Eftir síðustu gönguferðir hefur komið upp smá áhugi hjá börnunum á fuglum og ætlum við að reyna hafa eitthvað fuglaþema í stöðvavinnunni.

Endilega kíkjið á myndir af börnunum ykkar :) 

Bestu kveðjur

Bogga, Palli, Saadet og Unnur

Göngutúr 14. október 

8. október 2014

Allt gengur sinn vanagang hér á Mýri. Við höfum verið að vinna svolítið með haustið í stöðvavinnunni. Við höfum m.a. farið í göngutúra, skoðað laufblöðin, týnt rusl og erum núna að búa til vinatré úr fallegu laufblöðunum sem við týndum. Mikill áhugi er á perlum hjá mörgum, svo við höfum verið að perla og einnig höfum við verið að leggja áherslu á kubbana, bæði einingakubbana og kaplakubba. Í samveru erum við að æfa nokkur ný lög, við höfum líka verið svolítið að skoða Lubbi finnur málbeinið og syngja lögin úr þeirri bók.

myndir frá starfinu

Bestu kveðjur

Bogga, Palli, Erla og Unnur

29. ágúst 2014

Sæl og blessuð

Nú erum við búin að vera á Mýri í þrjár vikur. Við erum rólega að komast inn í þetta nýja dagskipulag. Og kynnast hvert öðru, bæði starfsfólk og börn. En þetta er flottur hópur, 13 strákar og 9 stelpur. Við erum búin að skipta þeim í tvo hópa, ljónahóp og fílahóp, þessir hópar skiptast svo á að vera í útiveru og stöðvavinnu. Svæðin sem við nýtum í stöðvavinnu á eldri gangi eru m.a. vísindasmiðja, Hlutverkakrókur, Listasmiðja og matsalur. Síðustu tvær vikur erum við búin að vera mikið úti að leika nýta það sem eftir er af sumrinu, en byrjuðum aðeins á stöðvavinnunni þessa vikuna. Við erum að æfa nýtt lag í söngstund, Bogga er að kenna börnunum Hákarlalagið við góðar undirtektir J Það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna okkar og von er á fleiri eftir helgi.

Góða helgi

Sjáumst,  Bestu kveðjur

Bogga, Palli, Saadet og UnnurKópavogur 8. júlí 2014

Kanínuferð

 

Kópavogur 3. júní 2014

Síðustu dagana í júní var margt brallað. Í vikunni eftir sumarhátíðina kom Götuleikhúsið til okkar og var með sýningu í turninum og svo fórum við í árlega ferð í Guðmundarlundinn í fínu veðri.

 

 

Kópavogur 23. júní 2014

Hér koma myndir af nokkrum uppákomum júnímánaðar; Gönguferð í Salaskóla, hjóladeginum, sumarhátíðinni og fleira.

 

 

Kópavogur 3. júní 2014 

 

Kópavogur 12. maí 2014

 

6. mars 2014

 

 

24. janúar 2014

Nýjar myndir úr starfinu okkar.

14. nóvmber 2013

Nýjar myndir úr stafinu okkar.

 

24. október 2013

Nýjar myndir úr starfinu á deildinni.

 Kveðja kennarar á Mýri

 

 16. október 2013

Í þessri viku fórum við í fjöruferðir sem gengu vel hjá báðum hópum. Hestahópurinn fór á annan stað en Klukkuhópurinn sem hafði lent í mikilli drullu daginn áður. Við mælum sem sagt frekar með fjörunni sem er steinsnar frá tjörnin í Kópavogi (hinu meginn við hraðbrautina) heldur en þeirri sem er við Litluvör til móts við Nauthólsvík. Við rákumst á endur á leiðinni sem voru greinilega svangar svo við ákváðum að fara sem fyrst niður að tjörn og gefa þeim brauð.

Kveðja MýrarkonurÞetta vefsvæði byggir á Eplica