Ljósaganga og rauður dagur í gær 3. desember

Síðan leikskólinn opnaði árið 2007 höfum við haldið vígsludag hans hátíðlegan í kringum 6. desember ár hvert. Og í ár var enginn breyting á nema að þessu sinni var ljósagangan án foreldra. Veðrið var aðeins að stríða okkur með miklum kulda og vindi en börnin af Skógi, Fossi og Tjörn létu það ekki á sig fá og fóru syngjandi hring í kringum skólann okkar með ljósin sín. Yngri börnin fóru út seinna um morguninn með sín ljós ásamt því léku öll börnin með ljósin inni.
Að göngu lokinni gæddum við okkur á piparkökum og heitu súkkulaði með rjóma.