Uppeldi til ábyrgðar
Í leikskólanum Baugi erum við að innleiða Uppbyggingarstefnuna sem oftast er nefnd Uppeldi til ábyrgðar. Grunvallarhugmyndir þesssarar stefnu er að kenna börnum sjálfsaga og að þau læri að þekkja eigin tilfinningar og átti sig á grunnþörfum sínum. Lögð er áhersla á jákvæða styrkingu það sem brýnt er fyrir börnum að það er í lagi að gera mistök og eru þau mistök sem við gerum tækifæri til þess að læra af þeim, bæta fyrri þau og verða betri einstaklingur fyrir vikið.
Þegar unnið er eftir uppeldi til ábyrgðar er lögð áhersla á að kenna börnum að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigin hegðun í stað þess að nota refsingar eða umbun sem stjórntæki í agamálum. Þannig fá börnin tækifæri til að velta fyrir sjálf fyrir sér hvernig einstaklingar þau vilja vera í stað þess að stýra hegðun sinni af ótta við refsingu eða að þau hegða sér á tiltekinn hátt einungis til þess að öðlast umbun. Það er því markmið stefnunar að kenna börnum leiðir til að stjórna eigin hegðun vegna þess að þau vilja sjálf verða betri einstaklingar.
Allir einstaklingar hafa fimm grunnþarfir sem þeir þurfa til að vera lífsglöð, hamingjusöm og andlega heil. Þessar fimm grunnþarfir er; Ást og umhyggja; Áhrifavaldar og stjórn; Frelsi og sjálfræði; Gleði og ánægja; Öryggi og lífsafkoma. Samkvæmt stefnunni er ástæðan fyrir vanlíðan og slæmri hegðun talin vera að einstaklingur nær ekki að uppfylla grunnþarfir sínar á jákvæðan hátt. Grunnþarfirnar eru þó misríkjandi milli einstaklinga og því mikilvægt fyrir kennara að reyna að átta sig á þörfum barnanna og koma til móts við þær á jákvæðan hátt til að forðast óæskilega hegðun.
Í upphafi innleiðingar erum við að leggja áherslu á að bæta orðræðuna sem við notum með börnunum, fækka reglum og benda börnum framar á hvað þau mega gera í stað þess að einblína á það sem þau mega ekki gera. Þannig verða samskiptin við börnin jákvæðari og árangursríkari.
Á þessari vefsíðu er hægt að kynna sér betur hugmyndafræði -Uppeldi til ábyrgðar-