Stöðvavinna

Nokkur börn að búa til hús í stöðvavinnunni. Þau hafa hannað þau sjálf úr allskyns efniviði sem þau hafa rambað á í efnisveitunni okkar eins og t.d. pappakössum, PVC rörum, pappaspjöldum, málningarteipi, lími, spýtum og pappírsrúllum. Húsin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Þau eru á fleiri en einni hæð, turnhús, litlir kofar eða blokkir og sum eru með svölum, tröppum, mörgum gluggum, engum gluggum eða strompi. Takmarkið er að tengja saman þessi litlu hús með götumynstri, göngustígum, bílastæðum, lystigörðum eða hvaðeina sem börnunum dettur í hug og þannig búa til lítið samfélag.

IMG_1453
 
IMG_1454