Læsisstefna

Mál og lestrarhæfni er viðfangsefni allra barna og mikilvægt samfélagslegt verkefni. Börn fá í vöggugjöf hæfileikann til þess að læra mál. Hversu vel hann nýtist fer eftir því hversu mikla og fjölbreytta málörvun þau fá í uppvexti sínum. Snemmtæk íhlutun er forsenda þess að efla börn á fyrstu stigum læsisnáms og koma þannig í veg fyrir námserfiðleika og neikvæða upplifun af skólagöngu seinna meir. Framtíðarsýn skólasamfélagsins miðar að því að efla málþroska barna og styrkja getu og leikni þeirra í lestri og lesskilningi. Hver leik- og grunnskóli hefur sín sérkenni og mótar eigin aðferðir til þess að ná markmiðum í stefnu Kópavogsbæjar. Þannig skilum við nemendum okkar vel undirbúnum fyrir áframhaldandi nám, líf og leik í nútíma samfélagi.

Stefnan gerir ráð fyrir að unnið sé út frá fimm grunnþáttum lestrar:
Hljóðkerfis– og hljóðvitund, lesfimi, lesskilningi, orðaforða og hljóðrænni umskráningu.

Framkvæmd stefnunnar byggir á að allt skólasamfélagið í Kópavogi taki höndum saman um að bæta árangur barna í lestri. Framtíðarsýnin er mótuð út frá leiðarljósi þar sem sett eru fram fjögur markmið sem byggja á hlutverki foreldra í skólastarfi, stuðningi við kennara og samvinnu við stofnanir og félagasamtök. Að lokum eru sett fram viðmið um árangur.

Hér er að finna læsisstefnuna í heild sinni