Sími  4415600 / 8666926

Bókalestur

Lestur bóka fyrir börn

Bókalestur


Ein besta leiðin til að auka orðaforða, málskilning og máltjáningu barna er í gegnum lestur og er æskilegt að lesa stutta stund á hverjum degi. Bækur þurfa að vera hluti af daglegu umhverfi barna til að þau læri að njóta þeirra. Þegar lesið er fyrir börn er nauðsynlegt að íhuga eftirfarandi atriði:

 • Gott er að bækurnar séu myndrænar til þess að hægt sé að nota þær til að auðga ímyndunaraflið.

 • Efni bókarinnar þarf að hæfa aldri þeirra og þroska

 • Ekki er endilega alltaf nauðsynlegt að lesa texta bókarinnar heldur frekar að skiptast á að benda og nefna

 • Gott er að hafa bækurnar frekar stuttar svo barnið endist í að hlusta

 • Gefið barninu tækifæri til að ræða um atburði og persónur sögunnar. Sögur geta hjálpað barninu til að skilja tilfinningar sínar og annarra.

 • Hvetjið barnið til að spyrja ef þau skilja ekki

 • Útskýrið ný/erfið orð

 • Látið það segja frá því sem var t.d. lesið í gær

 • Látið þau spá fyrir um hvað þau halda að gerist næst með því að skoða myndirnar fyrst – ræðið síðan um það í lokin hvort þau spáðu rétt

 • Bendið á löng og stutt orð

 • Endurtakið lýsingar barnsins þannig að það heyri rétta setningarskipan og orðmyndir

 • Heimsóknir eldri barna á bókasöfn ættu að vera fastur liður í lífi leikskólabarna. Þannig kynnast þau veröld bóka, hvernig hægt er að fá bækur á láni og að þeim verði skilað aftur.

 • Reynið að auka úthald og einbeitingu smám saman við bókalestur með þvi að sitja ekki of lengi í einu svo að barnið missi ekki áhugann. Hrósið þegar barnið situr kyrr og hlustar

 • Einnig skal segja barninu sögur og ævntýri frá eigin brjósti. Það er persónulegt tjáningarform sem nær athygli barnsins betur en upplestur úr bók. Sögumaður er í nánari tengslum við barnið og frásögnin er oft meira lifandi en þegar lesið er.

Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingurÞetta vefsvæði byggir á Eplica