Foreldraráð


Foreldraráð leikskóla er leið til að styrkja aðkomu foreldra að málefnum leikskólans þar sem þeim er gefinn kostur á að hafa meiri áhrif á faglegt starf skólans. Hlutverk foreldraráðs er að fjalla um og gefa umsögn til leikskólans um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varaða starfsemi leikskóla, fylgjast með að áætlanir séu kynntar foreldrum og hvernig þær eru framkvæmdar. Þá er einnig gert ráð fyrir að við ákvörðun um allar meiri háttar breytingar á skólastarfi sé haft samráð við foreldraráð.

Um foreldraráð í Lögum um leikskóla
IV. KAFLI

Foreldrar og foreldraráð
11. gr.

Foreldraráð.

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

 

Í foreldraráði leikskólans eru:

Alex viktoralexviktorragnarsson@gmail.com 
Andrea Björnsdóttiranb46@hi.is 
Ása Hlínasahlin7@gmail.com 
Birna Rutbirnarut27@gmail.com 
Friðrikfridrik@faxafloahafnir.is 
Guðríður harpaharpaasgeirs@gmail.com 
Gyða Kristjánsdóttirgydakristjans@gmail.com 
Kristín B.kristinbb@vodafone.is 
Kristín Björkkristinbjorkbjarnadottir@gmail.com 
Lísbet Lenalisbetl4@gmail.com 
Sigrún Óskssigrun@hotmail.com 
Stella Dórótheastellthea@gmail.com 
Sylvíasylvia@steindal.is 
Þórathora@munum.is 


Margrét Björk Jóhannesdóttir leikskólastjóri situr einnig í foreldraráði.

Ef þið hafið spurningar til foreldraráðs þá er hægt að senda póst á maggy@kopavogur.is

 

Handbók foreldraráðs

Hlutverk Heimilis og skóla er að hvetja til og styðja við jákvætt og öflugt samstarf heimila og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu og veita þeim stuðning til virkra þátttöku í skólastarfi. Efla starf foreldraráða, skólaráða og foreldrafélaga í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stuðla að stofnun og uppbyggingu svæðasamtaka á landsvísu til að efla samtakamátt foreldra og borgaralýðræði.


 Hægt að lesa handbókina  hér : Handbókin