Foreldrafélag

 

Í Lögum um leikskóla segir:

IV. kafli. Foreldrar og foreldraráð.

9. gr. Foreldrar.

Foreldrar leikskólabarna skulu gæta hagsmuna barna sinna. Þeir skulu hafa náið samráð við starfsfólk leikskóla og fylgjast með skólagöngu barna sinna og veita þær upplýsingar sem kunna að skipta máli fyrir skólastarfið og velferð barna. Foreldrar skulu jafnframt eiga rétt á upplýsingum um skólastarfið og stöðu barna sinna.

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann og verða allir foreldrar sjálfkrafa félagar í því. Verkefni foreldrafélagsins er að styðja vel við starfið í leikskólanum. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi forleldrafélagsins.

Árgjald foreldrafélagsins er 6.000 kr. á ári fyrir eitt barn og er greitt einu sinni á önn (3000 kr. á önn). Greitt er 4500 kr. fyrir tvö börn á önn og 5500 kr. fyrir 3 eða fleiri börn á önn.

 

Stjórn foreldrafélagsins

Sigríður Jóna Guðmundsdóttir, formaður

Rósey Reynisdóttir, gjaldkeri

Arna Björk Óðinsdóttir

Íris Hrund Hauksdóttir

Biljana Boloban

Rebekka Bjarnadóttir

Hildur Rut Stefánsdóttir

Tengiliður leikskólans er: Guðbjörg Sóley (Gugga) aðstoðarleikskólastjóri

Ef þið hafið spurningar til foreldrastjórnar þá er hægt að senda póst á gudbjorgso@kopavogur.is og hann verður áfram sendur.