Kynningarbæklingur til foreldra

 

Velkomin í leikskólann Baug


Leikskólinn Baugur var opnaður í október 2007. Heildarrými leikskólans  er 1050,7m² eða 6,9m² á hvert barn,  leikrými: 538m² sem gerir 3,5m²  á barn. Leikskólinn Baugur er átta deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.

Leikskólinn skiptist í þrennt, tveir gangar með þremur deildum hvor og lausar stofur (Skógur) með tveimur deildum. Á yngri gangi eru deildarnar, Lundur, Brekka og Klettur. Á eldri gangi eru deildarnar, Mýri, Foss og Tjörn.  Í Skógi eru Hlíð og Rjóður. Baugur er opinn leikskóli, þ.e. að deildirnar eru ekki mjög stórar, en stór svæði skólans eru samnýtt af öllum deildum, s.s. hreyfisalur, listasmiðjur, bókasafn o.fl. Í miðju hússins er matsalur sem er nýttur af öllum deildum leikskólans.

Leikskólinn er staðsettur í Kórahverfi í Kópavogi þar sem stutt er í útivistarsvæðið í Leirdalnum, Heiðmörkina og aðrar náttúruperlur. 

Hér náið þið í bæklinginn: Kynningarbæklingur