Það er réttur barna að vera heima þegar þau eru veik. Leikskólinn er fyrir frísk börn og gert er ráð fyrir að börnin geti tekið þátt í öllu starfi leikskólans bæði inni og úti. Börn sem erum með hita eða almenna vanlíðan eiga að vera heima þar til þau ná heilsu. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá, það er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi við önnur börn.

Börn eiga ekki að mæta veik/slöpp í leikskólann

  • Með hita
  • Með kvef og hósta
  • Með almennan slappleika
  • Með kviðverki -uppköst,-niðurgang
  • Með smitsjúkdóma

 

  • Ef barn veikist í leikskólanum eru foreldrar látnir vita og beðnir um að sækja barnið eins fljótt og kostur er. Við látum vita ef barn er ólíkt sjálfu sér og getur ekki tekið þátt í leikskólastarfinu og auðvitað ef barnið mælist með hita yfir 38*c
  • Ef barn er veikt heima á það að vera hitalaust heima 1-2 daga eftir veikindi
  • Ef barn getur ekki tekið þátt í leikskólastarfinu vegna veikinda á barnið að vera heima
  • Barn sem er veikt í leikskólanum getur smitað bæði önnur börn og starfsfólk. það getur komið af stað keðjuverkun forfalla á leikskólanum
  • Þegar barn kemur aftur í leikskólann eftir veikindi þarf það að vera tilbúið til að taka þátt í öllu leikskólastarfinu þar með talinni útiveru

 

Undir sérstökum kringumstæðum td. þegar barn hefur verið í löngum erfiðum veikindum gefum við leyfi fyrir inniveru í 1-2 daga eftir veikindi. Almennt gerum við ráð fyrir að öll börn sem mæta í leikskólann geti verið í útiveru.